Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?

Senecatheyounger

“Við skulum meta mikils og elska ellina, því hún er full af ánægju ef maður kann að njóta hennar. Bestu ávextirnir hafa náð fullum þroska.” - Seneca

Það er auðvelt að dýrka æskuna og gleyma því hversu dýrmæt eldri árin geta verið. Þegar við erum ung vinnum við af krafti við að læra og síðan nýta þeirrar þekkingar og skilnings sem við höfum aflað okkur til að byggja okkur framtíð. 

Við reynum að uppfylla allar okkar grunnþarfir, og það getur tekið töluverðan tíma. Við höfum kraft til að vinna á meðan okkur skortir þroska, það er ekki fyrr en við erum að fullu þroskuð sem við þurfum ekki lengur að vinna - þá er kominn tími til að njóta lífsins til fullnustu, með þeim hætti sem hver maður hefur undirbúið sig. 

“Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?” er algeng spurning í leikskóla og fyrstu árum grunnskóla. Margir vilja verða slökkviliðsmenn eða læknar, löggur eða kennarar, kannski vinna í fiski eða við gatnagerð. 

Þegar við höfum fundið okkar starfsferil og unnið störf okkar í einhver ár, hvernig væri þá að spyrja þessarar spurningar aftur. “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?” 

Ég veit fyrir mitt leyti að mig langar að ferðast um heiminn, mig langar að skrifa, mig langar að hugsa, mig langar að læra svo lengi sem ég lifi, mig langar að elska fólkið í kringum mig, og mig langar að gefa af mér eins mikið og ég get.

Hvort ætli sé betra eða verra fyrir tveggja ára barn? Að eiga hrokafullan og ungan föður sem hugsar ekkert um það eða auðmjúkan og aldraðan föður sem kann að meta tímann með barni sínu?

Hvað um þig? Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?

 

Mynd: The Common Reader

 


mbl.is Áskorun að ala upp ungt barn 73 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband