Sigrar ranglćtiđ?

Í dag gerđist merkilegur hlutur. Ekki ađeins ţađ ađ einstaklingur var dćmdur til ađ greiđa sökudólgi sekt, heldur ţađ hvernig valdhafar virđast hlakka yfir óförum ţeirra sem eru ađ bugast undan óviđunandi ranglćti, ranglćti sem hefur veriđ gerđ skýr skil í rannsóknarskýrslunni frćgu, og ţađ er eins og réttlćtiđ skipti ţetta fólk engu máli, heldur einungis afleiđingarnar. Slíkt er kallađ nytjahyggja, ţar sem réttlćtanlegt ţykir ađ fórna fáeinum sálum til ađ bjarga fjöldanum.

Ég hef mikla andúđ á slíku siđferđi. Ţađ á aldrei nokkurn tíma ađ leyfa ranglćti ađ líđast gagnvart einni einustu manneskju, sama ţó ađ réttlćtiđ kosti einhverja milljarđa og jafnvel gjaldţrot, ţví ţađ er einskis virđi ađ lifa í ranglátu samfélagi, ţar sem mögulegt er ađ fórna hverjum sem er á altari fjöldans ţegar ţađ hentar.

Nú mega ţeir sem verja ranglćtiđ fara ađ vara sig, ţví ţađ ţarf ekki nema eina manneskju til ađ standa gegn ţví af fullum krafti til ađ fjöldinn átti sig á sannleikanum. Oftar en ekki áttar fjöldinn sig samt ekki fyrr en ţađ er orđiđ of seint fyrir ţessa einu manneskju, og hún hefur ţurft ađ ţola ómannlega háđung og niđurlćgingu í langan tíma af ţeim sem telja sig ósnertanlega.

Ţađ gćti sođiđ upp úr innan skamms.

Ţar sem mér er hugtakiđ "ranglćti" afar hugleikiđ eftir ađ hafa lesiđ fréttir dagsins, fletti ég upp í bók međ tilvitnunum og ţýddi nokkrar, svona rétt til ađ sefja öldurótiđ í huga mínum:

 

"Ranglćti framiđ gagnvart einstaklingi ţjónar stundum hagsmunum fjöldans." (1770 - Junius)

 

"Eins manns réttlćti er annars manns ranglćti; eins manns fegurđ er annars manns ljótleiki; eins manns viska er annars manns heimska." (1841 - Emerson)

 

"Sérhver manneskja hefur jafnan rétt til ađ vera varin af lögunum; en ţegar lögin auka viđ... falska mismunun, deilir út titlum, gjöfum og sérréttindum fyrir útvalda, til ađ gera hina ríku ríkari og hina voldugu voldugri, hafa hinir hógvćru međlimir samfélagsins -- bćndur, vélvirkjar og verkamenn -- sem hvorki hafa tíma né tćkifćri til ađ tryggja sér slíkra greiđa, rétt til ađ kvarta yfir ranglćti ríkisvaldsins." (10. júlí, 1832 - Andrew Jackson)

 

"Ţađ er nokkuđ auđvelt ađ ţola ranglćti, ţađ er réttlćtiđ sem stingur." (1922 - Henry Louis Mencken)


Bloggfćrslur 16. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband