Furður veraldar: jörðin gleypir byggingu í Gvatemalaborg

500x_guatemala-sinkhole-2010

Þetta er ekki plat. Fréttir um þetta hafa ekki birst víða. Ég hef aðeins séð þær í Daily Mail og Gizmodo, og ætlaði í fyrstu ekki að trúa þessu. Hélt fyrst að þetta væru þrívíddarteikningar. Svo er þó ekki. 

Slíkur atburður gerðist í Gvatemalaborg í byrjun júní 2010. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist þar í borg, en samskonar atburður átti sér stað í febrúar 2007 þar sem hola myndaðist skyndilega í miðju íbúðarhverfi og gleypti nokkur heimili án viðvörunar.

500x_sinkhole

Það er ekki oft sem maður sér fréttir um náttúrufyrirbæri sem ég vissi ekki að væru til. Þetta er ein slík frétt. Þetta gerðist í Gvatemalaborg. Jörðin gleypti byggingu í heilu lagi og skyldi eftir gapandi holu, um 60 metra djúpa, sem er meira en hæð Hallgrímskirkju.

Svo virðist sem ein manneskja hafi látist þegar jörðin opnaðist, en eftir hitabeltisstorminn Agatha 31. maí hefur verið tilkynnt  um 150 dauðsföll í Gvatemalaborg. Það er hugsanlega samband á milli nýlegrar virkni í eldfjallinu Pacaya og gífurlegs vatnflæðis í kjölfar stormsins Agatha, sem hefur orsakað þetta furðulega fyrirbæri.

Ég get engan veginn sannað það, né hef heyrt vísindamenn halda þessu fram, en mér þætti ekki ólíklegt að tvær ólíkar náttúruhamfarir á svo skömmum tíma geti hafa spilað saman við sköpun þessarar undarlegu holu.

article-1283066-09D68329000005DC-670_964x494

Hér er mynd af eldfjallinu Pacaya í Hondúras sem valdið hefur miklu öskufalli í Gvatemalaborg undanfarna daga:

800px-Pacaya-08

Hugsaðu þér Hallgrímskirkju sökkva ofan í jörðina og eftir stendur 15 metra hár turn í stað 75 metra hárrar kirkju. Þegar þú kemur að brún holunnar og lýsir niður með öflugum kastara, geturðu séð glitta í aðaldyrnar á 60 metra dýpi. Þar sem kirkjan er um 60 metra há, geturðu ímyndað þér dýptina?

 

Heimildir og myndir: 

GIZMODO: The Gates of Hell Just Opened In Guatemala

Daily Mail: Storm blows a 200ft hole in Guatemala City, swallowing a building

Wikipedia: Pacaya eldfjall

 


Bloggfærslur 5. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband