Af hverju þykir í lagi að múta ríkisstarfsmönnum á Íslandi?

 

imgname--britain_moves_on_bribery---50226711--bribery3

 

Í Noregi mega starfsmenn á vegum ríkisins ekki þiggja gjafir í neinu formi. Ekki veiðiferðir, vínflösku, konfektkassa eða flugferð. Hvað þá styrki í formi peninga!

Þar er ríkisstarfsmönnum stranglega bannað að taka á móti styrkjum eða gjöfum í hvaða formi sem er. Þetta þykir eðlilegur hugsunarháttur, til þess gerður að koma í veg fyrir spillingu. Það sama á við um stjórnmálamenn, enda eru þeir annað hvort að sækjast eftir stöðu hjá ríkinu eða þegar komnir í hana.

Komist það upp að norskur stjórnmálamaður eða embættismaður hafi þegið gjöf frá viðskiptavini eða fyrirtæki, er viðkomandi neyddur til uppsagnar strax, en viðtaka á slíkum styrkjum og gjöfum er grunnforsenda spillingar.

Þó ég sé ekkert sérlega hrifinn af öllu banntalinu sem hefur verið í gangi, finnst mér að banna ætti styrki og gjafir til opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna algjörlega.

Það þætti mér gott fyrsta skref í endurreisn íslensks siðferðis, frekar en að bölsóttast út í forseta Íslands sem hefur sér eitt til saka unnið að segja satt og vekja þannig aukinn áhuga ferðamanna á Íslandi, en það hef ég heyrt af fólki erlendis að þeim þyki Ísland einmitt spennandi fyrir hversu óútreiknanlegt það er, og þeir sem ég hef rætt við um orð forsetans, finnst það hinn eðlilegasti hlutur að forsetinn segi frá slíkum hlutum.

Þegar ég segi þeim að fulltrúar ferðaþjónustu og ríkisstjórnar hafi gagnrýnt forsetann harðlega fyrir orð sín, þá fyrst birtist hneykslunarsvipurinn. Fólk leitar ekkert endilega í þægindi og öryggi á Íslandi. Ævintýramennskan heillar meira.

Siðferðisvitund okkar virðist því miður vera í duftinu.

  • ICESAVE 3 samþykkt af leiðtogum ríkisstjórnar þrátt fyrir skýr skilaboð frá þjóðinni 
  • Sparifjáreigendum bætt tap, en heimili settur úrslitakostur
  • Mútur eru í lagi, bara óþægileg staðreynd

Hvað er að?

 

Mynd: Mirror.co.uk


mbl.is Óþægilegt fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband