Waitress (2007) ***1/2

 


Jenna er gift Earl. Jenna hatar Earl. Earl elskar ekkert nema sjálfan sig. Earl á ţá ósk heitasta ađ Jenna muni ekki elska ófćtt barn ţeirra meira en hún elskar hann.

 

 

"Waitress" er góđ mynd međ stjörnuleik frá Keri Russell og mjög skemmtilegum aukaleikurum sem gera kvikmyndina ţćgilega og notalega.

Jenna Hunterson (Keri Russell) bakar ljúffengar tertur. Ţađ er hennar líf og yndi. Allt annađ í lífi hennar er ömurlegt. Fyrir utan starfsfélaga hennar og viđskiptavini. 

Eiginmađur hennar Earl (Jeremy Sisto) er svo sjálfselskur og afbrýđisamur ađ hann sýgur alla lífshamingju út úr henni. Hún ţráir ekkert heitar en ađ losna viđ hann fyrir fullt og allt, međ ţví ađ flytja í burtu og hverfa.

Morgun einn uppgötvar hún eigin óléttu og sekkur fyrir vikiđ enn dýpra í eigiđ ţunglyndi. Hún getur ekki hugsađ sér ađ koma barni inn í ţennan ömurlega heim, en ćtlar ţó ađ eignast ţađ og gera sitt besta til ađ ţađ geti fundiđ sér farveg í lífinu. 

Ţegar Jenna verđur yfir sig hrifinn af fćđingarlćkni sínum, Jim Pomatter (Nathan Fillion), sem reyndar er sjálfur hamingjusamlega giftur, breytast hlutirnir smám saman. Hún áttar sig á ađ kannski séu fleiri bjartar hliđar á lífinu en bara pertubakstur, ţó ađ öll hennar sköpunargáfa og athygli fari í ađ semja nýjar uppskriftir tengdum tilfinningalífi hennar.

"Waitress" er saklaus og ţćgileg mynd međ djúpum undirtón, sem felst helst í lífsleiđa Jenna og leiđ hennar út úr honum. Aukapersónurnar eru sérstaklega skemmtilegar, svo sem tvćr ţernur sem vinna međ Jenna, veitingastjórinn, eigandinn og kćrasti vinkonu hennar sem getur ekki hćtt ađ semja viđstöđulaus ljóđ.


Bloggfćrslur 23. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband