Fleiri bönn og meiri skatta, vinsamlegast, takk!

 

 

Bönnum hjónabönd, því þeim fylgir kynlíf. Allt kynlíf er klám eða vændi. Bara lögverndað!

Bönnum venjur, því hægt er að rugla þeim saman við verjur!

Bönnum öll nöfn sem byrja á Davíð, því það er svo gaman að vera á móti Davíð.

Bönnum kynlíf, því það leiðir til þrælkunar.

Bönnum allt klám, því það er afleiðing þrælkunar!

Bönnum allt vændi, því það er þrælkun!

Bönnum allt ofbeldi, því það er ljótt!

Bönnum tölvuleiki, því þeir eru ofbeldisfullir!

Bönnum bíómyndir, því ekki nóg af gróða Avatar fór í ríkissjóð.

Bönnum lestur Biblíunnar, því þar er fjallað um nauðganir og morð!

Bönnum dagblöð, því þau segja ekki alltaf réttu skoðunina.

Bönnum skemmtistaði, því það er of dimmt þar inni, svona oftast.

Bönnum ljósaperur, því þegar slökkt er á þeim geta myrkraverk verið stunduð.

Bönnum eldsupptök, því þau valda eldsvoða.

Bönnum eldgos, því þau menga og geta valdið eldsvoða.

Bönnum Hraun og gos, því þau eyðileggja tennur.

Bönnum ljót föt, því þau eru skaðleg sjónrænu umhverfi.

Bönnum tannbursta, því tannþræðir eru miklu betri.

Bönnum svona bloggfærslur, því þær gefa bara nýjar hugmyndir um fleira sem hægt er að banna.

Bönnum bloggið, því það er óþægilegt.

Bönnum eignir, því sumir eiga meira en aðrir.

Bönnum ekkert, því maður verður svo ruglaður á að hugsa um það.

Bönnum bros, því þar getur falist tæling, sem getur leitt til nauðgana og vændis.

Bönnum auglýsingar, því þær auka græðgi og græðgi leiðir til nauðgana og vændis.

Bönnum páskaegg stærri en númer 6, því ég fékk aldrei páskaegg stærri en númer 6 þegar ég var lítill.

Skattleggjum hjálparstarfsemi, sérstaklega til Haíti.

Skattleggjum spillingu, því það er svo mikið af henni.

Skattleggjum skuldir, því það er svo mikið af þeim.

Skattleggjum andrúmsloftið og kalda vatnið, því eru svo margir að misnota það.

Skattleggjum fólk eftir pólitískum skoðunum, því þá fáum við fleiri í flokkinn.

Skattleggjum fólk eftir trúarbrögðum og trúleysi, því það er hefð fyrir svoleiðis.

Meiri skatta og fleiri bönn.

Fleiri hugmyndir óskast.

 

Hugmyndaráðuneytið ehf.

 

E.S. Hafir þú lesið þetta til enda, slökktu vinsamlegast á tölvunni eða lokaðu vafranum, því það er bannað að eyða tímanum í svona vitleysu.


Bloggfærslur 24. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband