Shutter Island (2010) *1/2

 

photo_01_hires

 

Leikararnir eru fínir. Leikstjórinn töff. Kvikmyndatakan flott. Tónlistin magnţrungin. Sagan slök. Gengur ekki upp. Oft fannst mér "Shutter Island" virka eins og tilgerđarlegur gjörningur og átti alveg eins von á ađ einhver leikaranna fćri ađ dansa ballet upp úr ţurru, bara af ţví ađ slíkt gćti veriđ svo ţrungiđ merkingu og einhvern veginn passađ.

Ég skil hvađ Martin Scorcese reyndi ađ gera. Ég ćtla samt ekki ađ segja ţađ. Ţađ gćti eyđilagt fyrir einhverjum sem hefđi eftir allt gaman af ţví ađ sjá ţessa kvikmynd. Gaman ađ Scorcese skuli gera tilrauninr. Fyrir hann. Leiđinlegt fyrir mig.

FBI lögreglufulltrúinn Teddy Daniels (Leonardo DiCaprio) siglir ásamt nýjum félaga sínum Chuck Aule (Mark Ruffalo) ađ eyju fyrir geđsjúka glćpamenn til ađ rannsaka hvarf konu ađ nafni Rachel (Patricia Clarkson og Emily Mortimer). Ţeir koma á ferjubát gegnum ţykka ţoku og eyjan birtist ţeim undir alltof dramatískri tónlist, í stíl viđ tónlistina úr "Cape Fear".

Í fangelsinu eru Max von Sydow og Ben Kingsley geđlćknapariđ sem sinnir "sjúklingunum" međ vafasömum ađferđum ađ mati Daniels, og ćtlar hann ađ koma upp um ţá, en ţađ lítur hins vegar út fyrir ađ hann sé í erfiđri ađstöđu, vopnlaus, gefin "höfuđverkjalyf" á fyrsta degi og farinn ađ sjá sýnir sem hafa djúp áhrif á hann. Loks fer hann ađ spyrja hvort hann sé í raun sá sem hann heldur ađ hann sé.

Ţessi söguţráđur hljómar vel og hefđi getađ veriđ gerđur ansi spennandi, en Scorcese klikkar illa í frásagnartćkninni, ţar sem hann beitir óáreiđanlegum sögumanni. Áhugaverđ tilraun, en ekki tveggja tíma virđi. Ţessi saga hefđi getađ virkađ ágćtlega sem hálftíma "Twilight Zone" ţáttur, og kćmi mér reyndar ekki á óvart ţó ţađ kćmi í ljós ađ svipađur ţáttur hafi einhvern tíma veriđ settur saman.

Til ađ vera sanngjarn. Ţađ er spennandi og flott atriđi í myndinni ţar sem Teddy leitar ađ fanga á hćttulegustu geđdeild spítalans, og ţađ atriđi jafnast á viđ heila hrollvekju. Ţví miđur tókst ekki ađ halda slíkum dampi alla myndina.

Tilfinningin sem ég sat uppi međ eftir myndina kallađi á svona orđ: tilgerđarleg, alltof löng, skildi hvađ ţá langađi ađ gera, hálf misheppnađ. Mér leiđ nokkurn veginn eins eftir síđustu mynd sem ég sá eftir David Lynch "Inland Empire", en sú var reyndar enn steiktari en ţessi.


Bloggfćrslur 11. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband