Frí frá bloggi

Ætla að taka mér frí frá bloggi.

Munum að sama hvað hver segir, höldum áfram að hugsa sjálfstætt og hvetja aðra til þess sama.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ICESAVE er ekki bull og vitleysa eins og sumir halda fram. Þjóðaratkvæðagreiðslan er mikilvæg, ekki bara vegna ICESAVE, heldur til að opna þjóðarviljanum farveg á tímum þar sem fulltrúalýðveldi og valdhöfum virðist ekki lengur treystandi.

Það eru breyttir tímar á Íslandi.

Þjóðin þarf að geta haft einhver áhrif á þessar breytingar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er mikilvæg til að setja misvitrum stjórnmálamönnum viðmið um eigin takmarkanir. Þau rök að ICESAVE málið henti ekki fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er hægt að hafa um öll mál sem þing tekur fyrir.

Ríkisstjórnin í dag virðist jafn ráðvillt og sú síðasta. Megin ástæða þessarar ráðvillu tel ég felist í oftrú á eigin ágæti og þekkingu, og skortur á auðmýkt og vilja til að bæta hlutina með gagnrýnu hugarfari.

Slíkt verður ekki lagfært á einum vettvangi, heldur þarf öll þjóðin að taka sig á, í öllum skúmaskotum og á hvaða starfsvettvangi sem er. Starfsmenn þjóðarinnar sem staðnir eru að óheilindum og lygum ættu að víkja úr stöðum sínum umsvifalaust og velja ætti til stjórnar á lýðveldinu neyðarstjórn sem getur komið á réttlæti sem núverandi ríkisstjórn virðist engin tök hafa á, þrátt fyrir háværar yfirlýsingar fyrir kosningar og þegar mætt er í fjölmiðlaviðtöl.

Verk segja meira en þúsund orð.

 

Allar mínar bloggfærslur verða óaðgengilegar eftir miðnætti í kvöld.


Bloggfærslur 1. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband