Eru dauðasyndirnar sjö bara hljóðlátt leyniprump í eyrum okkar Íslendinga?

Á Íslandi má allt.

Það má keyra þjóðina í þrot. Það má hrekja fjölskyldur úr landi. Það má kreista síðasta dropann úr vösum þeirra sem ekkert eiga. Það má alltaf eignast meira. Það má alltaf éta meira. Það má alltaf drekka meira. Það má enginn vera manni framar. Það má eignast það sem maður ekki á með klókindum. Það má níðast á börnum sem eru ekki fædd. Það má stela. Það má svindla. Það má svíkja. Það má hagræða tölum og atkvæðum. 

Dauðasyndirnar sjö hafa verið notaðar sem viðmið í margar aldir um hvers konar viðhorf geta verið hættuleg samfélaginu. Þessar syndir eru:

  • Miskunnarleysi
  • Græðgi
  • Dugleysi
  • Stolt
  • Ágirnd
  • Öfund
  • Ofát

Allt þetta hefur verið í gangi á Íslandi og er enn að.

Spurning hvort að við þurfum að læra klassísk fræði upp á nýtt, og byrja að læra eitthvað af visku fortíðarinnar.

Við höfum þegar áttað okkur á að við erum ekki flottust, fallegust, ríkust og hamingjusömust; en þeir sem trúa slíku mættu nota gátlista dauðasyndanna sjö til að átta sig á villu eigin vegar, taka upp betri siði og leyfa venjulegu fólki að lifa í friði og leita sér hamingjunnar í ró og næði.

Af hverju segjum við ekki "hingað og ekki lengra," eða hrópum af fullri raust í gjallarhorn, hvað eftir annað um alla bæi landsins þannig að glymri landshorna á milli:

 

"HINGAÐ OG EKKI LENGRA!"

 

Ég er að velta fyrir mér af hverju stórkaupmenn mega keyra fyrirtæki sín í þrot og fá annað tækifæri og peninga að gjöf á meðan saklausir borgarar geta ekki borgað skuldir sínar vegna óhóflegs sukks og svínarís og löghlýðni óreiðumanna við þessar sjö dauðasyndir. Ég er að velta fyrir mér af hverju stjórnmálamenn á Íslandi gefa ekki tímabundið frá sér völdin yfir til þjóðstjórnar, en skil að það er sjálfsagt vegna bæði mikillar innri spillingar, þægilegrar stöðu og launa. 

Mér er umhugað um þjóð mína. Þess vegna er þetta sárt.


Bloggfærslur 9. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband