Draumur um ICESAVE samþykkt

Í nótt dreymdi ég þetta samtal á milli álfs út úr hól og kartöflubónda.

Álfurinn tók fyrst til máls. "Ef ICESAVE verður samþykkt, þá fær Ísland alveg rosalega stórt lán og getur notað þann pening til að styrkja fyrirtæki og einstaklinga sem eiga það skilið. Hægt væri að dæla milljörðum til viðbótar í hyldýpi bankanna, og kannski gætu stjórnmálamenn í lykilstöðum fengið eitthvað í sína vasa og opnað ný tækifæri fyrir vildarvini."

Kartöflubóndinn klóraði skallann og svaraði. "Þjóðin eða framtíð hennar skiptir engu máli. Hún reddar sér sjálf. Tíminn læknar öll sár. Kartöflurnar spretta þó sólin skíni ekki og þó það rigni ekki."

Kinkaði álfurinn gáfulega kolli og sagði. "Við höfum lært að líta á lán sem arð, og þetta lán verður arður næstu sex árin. Við sem skiptum máli verðum hvort eð er flutt úr landi og hætt í íslenskri pólitík áður en borga þarf til baka. Því meiri pening sem við getum tekið með okkur, því betra."

Ég vaknaði í svitakófi.


Bloggfærslur 7. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband