Invictus (2009) ***1/2
14.2.2010 | 07:50

"Invictus" er vel heppnað drama frá Clint Eastwood um fyrstu ár Nelson Mandela sem forseti Suður Afríku og hvernig hann notar íþróttir til að sameina þjóðarsálina. Sem íþróttamynd er "Invictus" ekki jafn vel heppnuð, þar sem afar erfitt er að fylgjast með framgangi íþróttamanna á vellinum.
Morgan Freeman leikur Nelson Mandela og túlkar hann sem hálfgerðan dýrling sem hefur nýtt 25 ár í fangelsi til að dýpka eigin skilning á heiminum, manneskjunni og lífinu, og kemst til valda sem vitur maður, sem er umhugað um samfélag sitt umfram allt annað. Hann áttar sig á að hatrið milli hvítra og svartra er afar beitt, og finnur ólíklegan samnefnara fyrir báða hópana í ruðningsliði Suður Afríku, sem lengi hefur verið þjóðaríþrótt hinna hvítu, á meðan hinir svörtu hafa verið meira fyrir knattspyrnu.
Nýtt íþróttasamband Suður Afríku vill leggja ruðningsliðið niður, en Mandela telur að slíkar aðgerðir muni dýpka á óvildinni milli hópanna tveggja, og fær til liðs við sig fyrirliða ruðningsliðsins, Francois Pienaar (Matt Damon).
Samskiptin á milli lífvarða Mandela eru sérstaklega vel leikin, en það er blandaður hópur hvítra og svarta sem þurfa að slíðra sverðin til að gæta forsetans í sameiningu. Smám saman bræðast þessir hópar saman og verða að einni heild þegar ruðningsliðið kemst í úrslitakeppni heimsmeistarakeppni árið 1995.
Framtíðarsýn, stóuspeki og fortíð Nelson Mandela er afar vel lýst. Allra besta atriðið er þegar ruðningsliðið heimsækir fangaeyjuna þar sem Mandela sat inni í 25 ár, og Matt Damon skoðar klefa hans, og ímyndar sér líf hans í fangavistinni. Ljóðið "Invictus" var Mandela leiðarljós í fangavistinni, og verður að innblæstri fyrir fyrirliða ruðningsliðsins sem áttar sig á að framtíðin er í höndum þeirra sem vita að þeir geta haft áhrif á hana með því að hafa áhrif á sjálfa sig og nærstadda.
"Invictus" minnti mig á ferðalag mín með Salaskólabörnum og vini mínum Tómasi til Namibíu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þar heimsóttum við fjölda skóla til að kynna skák. Þar sáum við sams konar fátækrahverfi og sjást í myndinni, sem og lífsgleðina sem sjá má í augum barnanna.
Invictus, eftir William Ernest Henley (18491903)
Out of the night that covers me,
Black as the pit from pole to pole,
I thank whatever gods may be
For my unconquerable soul.
In the fell clutch of circumstance
I have not winced nor cried aloud.
Under the bludgeonings of chance
My head is bloody, but unbowed.
Beyond this place of wrath and tears
Looms but the Horror of the shade,
And yet the menace of the years
Finds and shall find me unafraid.
How charged with punishments the scroll,
I am the master of my fate:
I am the captain of my soul.
Kvikmyndir | Breytt 13.2.2010 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)