Lögmenn hjá Pacta eiga heiður skilinn fyrir að kveikja vonarneista í baráttunni gegn óréttlæti á Íslandi

 

scales%20of%20justice%20money
 

Loksins, loksins, loksins. Fyrsti sigurinn frá upphafi Hruns, en stríðið er ekki búið. Lögmenn Pacta sýna í verki að þeir eru meira en lagatæknar.

Þetta mál þarf að enda á sama hátt fyrir hæstarétti áður en Lýsing fellst á eigin ábyrgð. Fjöldi þeirra sem tekið hafa bílalán hafa tapað miklum eignum og fjármunum vegna gengistengingarinnar og óstöðvandi kröfu lánenda um að þeir sem skulda beri allan skaða eftir Hrun, án þess að komið hafi verið til móts við þá með öðrum hætti en greiðslufrestun og greiðslujöfnun sem þýðir að skuldarar eru að borga mun hærri upphæðir en upphaflega var samið um. Nú ætti Lýsing að grípa tækifærið og semja við þá sem skulda af myntkörfulánum áður en neytendur fara í skaðabótamál eftir að kröfur Lýsingar tapast fyrir hæstarétti. Þeir hafa einfaldlega réttlætið sjálft á móti sér.

Aðeins þannig geta slík fyrirtæki komið í veg fyrir eigið gjaldþrot þegar dómur fellur í hæstarétti. Einfalt áhættumat sýnir að þetta er rétt. Staðan hefur breyst.

Ég get ekki betur séð en að þarna fari lögmannsstofa sem berst fyrir réttlæti og hagsmunum almennings. Kominn er fram á sjónarsviðið öflugur leiðtogi í baráttu almennings gegn óréttlæti og spillingu, Pacta.

Lögmenn hafa setið undir stöðugri gagnrýni fyrir að hugsa fyrst og fremst um eigin vasa og látið peninga vega óeðlilega mikið í vogarskál réttlætisins. Hjá Pacta fara greinilega lögmenn sem hugsa um meira en peninga. 

Því ber að fagna!

 

 

Mynd: The Law Office of Gregory Tendrich, P.A.


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband