Hugsarðu alltof mikið?

Calvin_and_hobbes

Þessa dagana er ég að velta fyrir mér hvernig við hugsum og bloggum, og er að tengja það saman við vangaveltur sem spretta við lestur Camus, Sartre, Kafka og Kierkegaard. Síðustu færslur hafa sprottið að mestu úr slíkum tilvistarpælingum. Skiljanlega átta sig ekki allir á hvað ég hef verið að pæla en markmiðið með færslum mínum á þessu bloggi hefur einatt verið gert til þess að læra aðeins meira um heiminn, deila með samferðarfólki mínu því sem leitar á mig, og finna leiðir til að finna ný sjónarhorn, nýjar spurningar og vonandi einhver svör.

Í dag stóð ég samtímis þrjár klukkustundir í rigningu fyrir utan strætóskýli. Á meðan velti ég eftirfarandi spurningum fyrir mér:

  1. Hvort ætli sé verra, að hugsa alltof mikið eða hugsa alltof lítið?
  2. Hvernig áhrif hafa hugsanir á tilfinningar okkar?
  3. Líður okkur betur ef við hugsum "fallegar" hugsanir og verr ef við hugsum "ljótar" hugsanir?
  4. Hvernig væri líf manneskju sem hugsaði ekki neitt, en leitaði bara í þægindi?
  5. Hvernig væri líf manneskju sem hugsaði alltof mikið, og er sama um þægindi?
  6. Eru hugsanir okkar og tilfinningar óaðskiljanleg heild?
  7. Hvernig er gremja sem tilfinning ólík sársauka?
  8. Verður sá sem hugsar of lítið auðveldlega að fórnarlambi ríkjandi hugmynda með því að fylgja þeim blint eftir?
  9. Verður sá sem hugsar of mikið auðveldlega að fórnarlambi eigin takmarkana og dæmdur til að blekkja sjálfan sig?
  10. Er munur á að hugsa lítið og að hugsa illa? 
  11. Er munur á að hugsa mikið og að hugsa vel?

Mér fannst gefandi að velta þessum spurningum fyrir mér og vildi deila þeim með varðhundum bloggsins míns. Blush

Ég fann svör við öllum þessum spurningum, en er viss um að þau svör eru sjálfsagt ólík þeim svörum sem þú finnur. Að spyrja gefur stundum meira en að svara.


Bloggfærslur 14. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband