Megum við krefjast heilbrigðrar skynsemi? (Myndbönd)

Laugardaginn 30. október ætlar satýristinn Jon Stewart að leiða kröfugöngu í Washington þar sem krafist verður heilbrigðrar skynsemi. Stewart telur að rödd hinnar venjulegu manneskju heyrist ekki vegna öfgahópa og ýktra upphrópana. Hann telur fáránleikann í sundrungu vinstri og hægri stjórnmála ekkert annað en geðveiki. Ég er honum sammála.

Af hverju ekki að krefjast heilbrigðrar skynsemi í kröfugöngu, þar sem engar öfgar eru leyfðar, engar upphrópanir sem ráðast að persónum? Uppástungur um skilti í kröfugöngunni gætu verið þannig:

  1. Ég er þér ósammála en tel þig samt ekki vera Hitler, Stalín og mömmur þeirra!
  2. Heimili landsins þurfa ekki á ykkur að halda. Þið þurfið á þeim að halda.
  3. Er "Helvítis fokkin fokk" íslenska?
  4. Óhæf ríkisstjórn, farið á námskeið!
  5. Eigum við að velta þessu fyrir okkur saman?
  6. Hvar er Skjaldborgin? Svar óskast ekki.
  7. Má ljúga?
  8. Hvernig væri að spjalla saman yfir kaffibolla?
  9. Hættið að rífast, ræðið saman eins og manneskjur. Líka við mig.
  10. Þegar þú ferð í ræðustól, hvort er mikilvægara, ímynd þín eða skynsamlegar leiðir?

Vinstri og hægri stjórnmál virðast frá mínu sjónarhorni aðeins eiga heima á hæli fyrir fólk með mikilmennskubrjálæði. Betra væri að setja markmið án þess að rífast, velta fyrir sér erfiðleikum á leið að þessum markmiðum, finna síðan lausnir og leysa málin skynsamlega.

Svoleiðis er gert í öllum vel reknum fyrirtækjum og á traustum heimilum. Af hverju ekki á Alþingi?


Bloggfærslur 23. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband