Eru stökkbreyttar skuldir ímyndun bankanna? (Myndband)

Sama þó að fólk borgi reglulega af skuldum sínum í hverjum mánuði hækkar höfuðstóllinn stöðugt. Í Bandaríkjunum er staðan ekki ósvipuð því sem Íslendingar eru að upplifa. Bankar selja eignir ofan af fólki, henda þeim út og skipta um lása, vegna þess að fólk er ekki tilbúið að borga þær skuldir sem bankar hafa lagt ofan á raunverulegar skuldir. 

Það er farið að kalla þessar skuldir ímyndaðar. 

Hvernig væri að fólk neitaði að samþykkja höfuðstólsbreytingar af húsnæðislánum og greiddu einungis samkvæmt upphaflegri afborgunaráætlun? Er það ekki sjálfsögð krafa?

Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig ástandið er í Bandaríkjunum. Vilja Íslendingar endurtaka þann leik, þar sem kuldaleg græðgi risafyrirtækja fær að kremja manneskjur undir járnhæl sínum í friði, vegna hug- og skilningsleysis stjórnmálamanna?


Bloggfærslur 17. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband