Erfiðar spurningar um niðurfellingu lána

Eiga fyrirtæki að vera flokkuð á sama hátt og einstaklingar? Það er þekkt að fyrirtæki geta orðið gjaldþrota án þess að manneskja verði hundelt til æviloka fyrir gjaldþrotið. Það sama á ekki við um einstaklinga.

Á það sama að gilda um fólk sem keypti sér munaðarvörur eins og sumarbústaði, húsbíla, sportbíla eða annað slíkt og um þá sem keyptu hreinar nauðsynjar, þak yfir höfuðið og fararskjóta?

Á það sama að gilda um þá sem enn vaða í peningum og þá sem ná varla endum saman?

Á það sama að gilda um þá sem hafa neyðst til að flytja úr landi og þá sem neyðst hafa til að búa enn á Íslandi vegna stökkbreyttra lána?

Sjálfsagt væri réttast að miða niðurfellingu við ákveðna hámarksupphæð á niðurfellingu, því það eru sumir sem hafa keypt fasteignir á lánum fyrir hundruði milljóna, en vandinn sem rætt er um snýr fyrst og fremst að fjölskyldufólki og að hver manneskja geti komist af og haldið í íbúð sína eða hús. Niðurfelling á lánum braskara sem keypt hefur sér tuttugu íbúðir á lánum er ekki það sem þjóðin er að hugsa. Held ég.

Hvað finnst þér?


Bloggfærslur 12. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband