Snilldar frammistaða Ólafs Ragnars á BBC! (Myndband af YouTube)
7.1.2010 | 07:13
Ólafur Ragnar hefur gefið skýr svör, fyrstur Íslendinga, og reynist með þessu viðtali sína að hann er raunverulegur leiðtogi, þó að ekki sé hann pólitískur leiðtogi. Einfaldlega frábær frammistaða.
Í framhaldi af því:
Ég er fyllilega sáttur við að lýðræðið ráði á Íslandi og fari gegn mínum eigin skoðunum. Það sama ætti að gilda um alla lýðræðisþegna.
Ríkið hefði aldrei átt að tryggja innistæður í íslenskum bönkum, hvorki fyrir Íslendinga né erlenda aðila, þar sem það er í raun ólögleg aðgerð. Þessi aðgerð kom Íslendingum í hræðilegt klandur, sem meðal annars birtist í kröfu Hollendinga og Breta um að sama skuli gilda yfir þá og yfir Íslendinga, sem er afar eðlileg krafa miðað við þessar gefnu forsendur.
Mér finnst að Íslendingar hafi ekki átt að borga innistæðueigur upp í topp, því að gjaldtakan fyrir þær greiðslur hefur valdið því að Seðlabanki Íslands og þjóðin eru á barmi gjaldþrots, og mér finnst óafsakanlegt að greiðendur séu þessir venjulegu Íslendingar sem létu plata sig til að kaupa fasteign og bifreið á lánum, hvort sem þau eru verðtryggð eða myntkörfu, sem og allir þeir Íslendingar sem borga skatta og þurfa á löskuðu velferðarkerfinu að halda.
Það voru afsakanleg mistök af ríkisstjórninni að leggja fram samning til samþykktar sem gætu bjargað innistæðum hugsanlega næstu 7 árin, en kæmu til með að leggja framtíð barna okkar í fjárhagslega rúst. Það sem er óafsakanlegt er hvernig fulltrúar ríkisstjórnar hafa brugðist við því hugrekki sem forseti lýðveldisins hefur sýnt, og kröfunni um þjóðaratkvæði. Það er hreint bull að þjóðaratkvæði sé óviðeigandi í þessu máli, sem og það að hið lýðræðislega málskot forseta Íslands hafi verið málstað þjóðarinnar hættuleg. Fulltrúar ríkisstjórnar segjast gera sitt besta til að skaðinn af ákvörðun forsetans verði sem minnst, á meðan mín upplifun er sú að víða um heim lítur fólk á þessa aðgerð með aðdáun, og sér skýrt og greinilega að þetta er rétta leiðin.
Engin þjóð, hvorki Íslendingar né aðrir, eiga að borga skuldir bankanna sem svikið hafa innistæðueigendur um pening sinn. Það á að draga réttu einstaklingana til ábyrgðar, dæma í þeirra málum hverju fyrir sig, og fá þá til að greiða sínar skuldir. Geti þeir það ekki með peningum, eða greiði þeir ekki af fúsum og frjálsum vilja, verða þeir að sitja í fangelsi í samræmi við þá upphæð sem þeir skulda.
Þetta þurfa þeir að gera sem skulda smáar upphæðir. Af hverju ætti ekki það sama að gilda yfir þá sem skulda gríðarlega háar upphæðir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um 90% stuðningur við málstað Íslendinga erlendis frá?
7.1.2010 | 06:27
Óskar Arnórsson setti tengla á afar áhugaverðar skoðanakannanir í The Guardian og The Wall Street Journal, með umræðu sem skiptir afar miklu máli fyrir málstað Íslendinga.
Það virðist vera afar mikill samhljómur um að Íslendingum beri ekki skylda til að borga þennan pening sem Íslendingar eru rukkaðir um, og svolítið merkilegt að ég hef aðeins heyrt tvo hópa taka undir þá kröfu að Íslendingar borgi skuldir hinna hrundu einkafyrirtækja sem bankarnir voru:
Ríkisstjórn Íslands, bæði fyrrverandi og núverandi, og ríkisstjórnir Hollendinga og Breta.
Þetta fólk virðist ekki vera í neinum tengslum við veruleikann.
Smelltu á þessa tengla til að skoða skoðanakannarnir og til að taka þátt, en þegar þetta er skrifað eru um 90% þeirra sem tekið hafa þátt á þeirri skoðun að Íslendingar eigi ekki að borga neitt, sem mér finnst afar merkilegt, þó að málið snúist kannski ekki lengur fyrst og fremst um það óréttlæti í sjálfu sér.
Kosning á The Wall Street Journal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)