Fyrningar og rannsóknir sem falla á tíma

Ef mál eru nógu gífurlega stór, þýðir það að rannsókn tekur ógurlegan tíma, og því meiri tíma sem rannsókn tekur á Íslandi, því meiri líkur eru á að mál verði fyrningu að bráð.

Segjum að rannsóknir og saksókn vegna Hrunsins taki um 10 ár. Þá sleppa allir vegna fyrningarákvæðisins. Er það ekki?

Þannig fyrnist ábyrgð stjórnmálamanna á þremur árum og ábyrgð viðskiptamanna á sjö.

Mál bankahrunsins eru gífurlega stór og viðkvæm. Bankaleyndin getur tafið fyrir rannsóknum. Hugsanlega er markmið einhverra að tefja nógu lengi til að einhver stórmál fyrnist?

Hvaða mál tengd bankahruninu ætli séu að falla á tíma í þessum mánuði?


Bloggfærslur 18. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband