Getur "Avatar" valdið þunglyndi?

Við könnumst flest við að góð listaverk geti haft djúpstæð áhrif á fólk. Kvikmyndin "Avatar" er án nokkurs afar gott listaverk. Samkvæmt bandarískum fréttum er töluverður fjöldi fólks sem þjáist af þunglyndi eftir að hafa horft á "Avatar" í þrívídd. Sýndarveruleiki myndarinnar þykir það spennandi að veruleikinn sjálfur reynist grár og gugginn í samanburði.

Þó er ólíklegt að orsök þunglyndis felist í kvikmyndinni sjálfri, heldur hljóta orsakirnar að felast í þeirri manneskju sem upplifir þunglyndið eftir áhorfið. Kannski fólk upplifi einhvers konar einmanaleika eða takmörkun á eigin getu, þar sem að Na'vi persónurnar í "Avatar" eru frelsið sjálft í holdi klætt, þó það sé í strumpalitum.

En hvað segir þú, getur kvikmynd, eða listaverk, haft slík áhrif á viðtakanda að það valdi þunglyndi? Ef svo er, gætu drungalegri kvikmyndir þá valdið hamingju?

 

Mynd: Rotten Tomatoes


Bloggfærslur 16. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband