Trúleysisofstæki gegn Pat Robertson vegna yfirlýsingar hans um samning við djöfulinn? (Myndband)

Sjónvarpspredikarinn Pat Robertson sagði í sjónvarpsviðtali að samkvæmt sögu Haiti hafi eyjaskeggjar, sem þá voru allir þrælar, gert samning við djöfulinn, reyndar fyrir löngu síðan til að losna undan nýlenduveldi Frakka. Skömmu síðar gerðu eyjaskeggjar uppreisn og sigruðu. Upp frá því hafa margar hörmungar dunið yfir Haíti og þykir það í sjálfu sér furðulegt hversu illa stödd sú þjóð hefur verið, þar sem tvær þjóðir eru á þessari sömu eyju, og hin þjóðin í fínum málum. 

Nú hefur Pat Robertson verið áberandi í heimspressunni fyrir sínar yfirlýsingar, og viðurkenni ég að ég hafði aldrei áður heyrt af þeim manni fyrir daginn í dag, í það minnsta svo ég muni eftir, og þeim slegið upp sem öfgafullum. Þar sem að undanfarið hafa efasemdir mínar um áreiðanleika fréttamiðla farið vaxandi, þar sem ég gruna þá flesta um að gera sitt besta til að selja sem mest af eintökum eða síðuflettingum, frekar en að segja satt og rétt frá, ákvað ég að skoða málið betur. 

Það þurfti ekki langa Google leit til að finna heimasíðu Pat Robertson og YouTube myndband af þessu viðtali. Efst á síðu hans er yfirlýsing frá fjölmiðlafulltrúa CBN, þar sem viðtalið fór fram, sem ég hef snarað í flýti yfir á íslensku, enska útgáfan er neðst á síðunni:

 

Yfirlýsing vegna  athugasemda Pat Robertson um Haiti

CBN.comVIRGINIA BEACH, Va., 13. janúar, 2010 -- Í sjónvarpsþættinum "The 700 Club", í umfjöllun um hörmungarnar á Haiti, þjáningarnar og hjálparstarfsemina sem þörf er fyrir á Haiti, talaði Dr. Robertson um sögu Haiti. Athugasemdir hans byggðu á vel þekktri og umtalaðri þrælauppreisn árið 1791 sem Boukman Dutty leiddi á Bois Caiman, þar sem sagt er að þrælarnir hafi gert frægan samning við djöfulinn í skiptum fyrir sigur gegn Frökkum. Þessi saga, í samhengi við hið hræðilega ástand sem landið er í, hefur leitt fjölda fræðimenn og trúað fólk til að trúa því að landið sé bölvað. Dr. Robertson sagði aldrei að jarðskjálftinn væri til kominn af reiði Guðs. Ef þú horfir á allt myndbandið, verður samúð Dr. Robertson með fólkinu á Haiti ljós. Hann biður um að beðið sé fyrir þeim. Hjálparstarfsemi undir hans stjórn hefur starfað við að aðstoða þúsundir manns á Haiti síðasta árið, og eru að senda mikla aðstoð til aðstoðar fórnarlamba þessara miklu hörmunga. Sent hefur verið af stað sending með lyfjum fyrir margar milljónir dollar sem nú eru á Haiti, og reiknað er með að stjórnendur neyðarteymisins komi til eyjunnar á morgun og taki virkan þátt í hjálparstarfinu.

Chris Roslan
Talsmaður CBN

 

Á öðrum helmingi eyjunnar er Haítí, sem býr við afar mikla fátækt og neyð, en á hinum helmingi er Dóminíska lýðveldið, sem býr við mikið ríkidæmi og farsæld. Af hverju veit ég ekki. Kannski þetta hafi eitthvað með skattaparadísir að ræða og óstjórn? Veit ekki. Það að trúaður maður skuli segja frá þessari merkilegu sagnfræðilegu heimild, sem er náttúrulega engin staðreynd eins og hann heldur fram, heldur heimild og mikill munur þar á, er engan veginn óeðlilegt. Hann talaði ekki um orsakasamband á milli þessa sögulega samnings og þessa hörmunga, en vissulega má grípa tækifærið og túlka sem svo að hann hafi gert það og gera sem mest úr því og það hversu allir trúaðir eru þröngsýnir.

Eða með öðrum orðum: alið á fordómum.

Það sem komið hefur mér svolítið á óvart, en samt ekki, er hvernig trúleysingjar um heim allan hafa stökkið á þessa illa tímasettu fullyrðingu mannsins og blásið hana upp í einhvers konar heiftúðlega gagnrýni á fólk sem er trúað, rétt eins og þegar einhverjir öfgamenn brjáluðust við að sjá skopteikningar í Jyllands Posten. Dæmigerður stormur í vatnsglasi.

Trúfrelsi er eðlileg krafa um að fólk megi trúa því sem þeim sýnist rétt, hvort sem viðkomandi trúir á Guð, guði, eitthvað yfirnáttúrlegt, ICESAVE, eitthvað annað eða alls ekki neitt. Það er eðlileg krafa að sýna fólki virðingu gagnvart trúarskoðunum þeirra, en það að virða slíkar skoðanir er ein undirstaða trúfrelsisins. 

Svo merkilega vill þó til að trúfrelsið vill stundum rekast á tjáningarfrelsið. Sumir trúa það blint á tjáningarfrelsið að þeir telja það trúfrelsinu æðra. Einnig eru sumir sem trúa það blint á trúfrelsið að þeir telja það tjáningarfrelsinu æðra. Úr verður heift fólks sem kann ekki að velja milliveginn, og dettur ekki í hug að bakka, enda fjöldi fólks sem kann miklu betur að meta ákveðnar skoðanir en þær sem feta milliveginn.

Ég leyfi mér að halda því fram að Pat Robertson hafi ekki gengið of langt í sinni fullyrðingu, þó ég skilji vel þá tilhneigingu að snúa út úr orðum hans, enda eiga þeir sem þekktir eru fyrir trú sína, yfirleitt undir högg að sækja, sama hverrar trúar þeir eru, og jafnvel þó þeir séu yfirlýstir trúleysingjar.

Trúleysisofstæki er engu betra en trúarofstæki. Þetta eru einfaldlega tvær hliðar á sama peningnum. Millivegurinn er vandrataður hér sem annars staðar.

Ég hef enga ástæðu til að bera verndarhendi fyrir Pat Robertson, en mér finnst mistúlkunin og hvernig hún hefur breyst út um heiminn með ofurhraða afar áhugaverð.

Ónákvæmni og vinsældaleit margra virtra fréttamiðla er áhyggjuefni.

 

Statement Regarding Pat Robertson's Comments on Haiti

CBN.comVIRGINIA BEACH, Va., January 13, 2010 --On today’s The 700 Club, during a segment about the devastation, suffering and humanitarian effort that is needed in Haiti, Dr. Robertson also spoke about Haiti’s history. His comments were based on the widely-discussed 1791 slave rebellion led by Boukman Dutty at Bois Caiman, where the slaves allegedly made a famous pact with the devil in exchange for victory over the French. This history, combined with the horrible state of the country, has led countless scholars and religious figures over the centuries to believe the country is cursed. Dr. Robertson never stated that the earthquake was God’s wrath. If you watch the entire video segment, Dr. Robertson’s compassion for the people of Haiti is clear. He called for prayer for them. His humanitarian arm has been working to help thousands of people in Haiti over the last year, and they are currently launching a major relief and recovery effort to help the victims of this disaster. They have sent a shipment of millions of dollars worth of medications that is now in Haiti, and their disaster team leaders are expected to arrive tomorrow and begin operations to ease the suffering.

Chris Roslan
Spokesman for CBN


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju sendum við ekki vatn til Haiti með hraði?

Fréttir berast af vatnsskorti á Haiti, þar sem eftirlifendur segjast ekki hafa fengið vatnsdropa í 24 klukkustundir. Gætu Íslendingar ekki sent gáma fyllta af vatni með flugi til Haiti og útvegað fólkinu sem lifað hefur af þessa nauðsynjarvöru? 
 

Vatnið er mesta náttúruauðlind Íslendinga, en ég vil spá að vatn verði eftirsóttara en olía áður en þessi öld líður undir lok.

 

Mynd: NRK 


mbl.is Eitthvað mesta manntjón síðari ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband