Hvort á að bæla reiðina eða virkja?

Því miður virðast alltof fáir vilja virkja sjálfa sig sem raddir og afl í baráttu við það óhugnanlega réttlæti sem skröltir yfir okkur eins og nasistaskriðdreki úr heimstyrjöldinni síðari. Slíkt réttlæti er náttúrlega fjarri því að vera réttlæti, en þeir sem stýra skriðdrekunum virðast sáttir. Þegar fólk hugsar þannig að þetta sé annarra mál og að þetta reddist, í stað þess að beita sér gagnvart vandanum, þá ná skúrkarnir skrefi lengra.

Ég hef viljað virkja mig og hef gert það, með alvarlegum afleiðingum sem hafa gjörbreytt mínu lífi. Það sem hefur komið mér mest á óvart í veikri baráttu minni fyrir réttlæti, er allur sá fjöldi fólks sem finnst að ég ætti ekki að vera eyða tíma mínum í þetta, að það sé mannskemmandi að pæla of mikið í þessum hlutum, og að málin geti ekki verið jafn slæm og þau virðast vera. Betra sé að standa af sér óveðrið. Þessu er ég ósammála, en íhuga samt hvort að ég ætti ekki að flytja hugann líka erlendis, fyrst að líkaminn er nú hvort eð er kominn þangað.

Er fólk að bæla niður reiðina, er það að virkja hana, eða er því bara nokk sama um ástandið?

Ekki má gleyma að þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar þjáist í augnablikinu vegna ástandsins, þá virðist enn meirihluti þjóðarinnar varla finna fyrir því og getur hunsað það.


Bloggfærslur 21. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband