Hrunið og dómstóll götunnar: Hverjir eru sekir og hverjir saklausir?

Davíð Oddsson - fórnarlamb nornaveiða - tek hann fyrir þar sem stöðugar og miskunnarlausar árásir hafa verið gerðar á hans persónu, vegna þess að hann vann að uppsetningu frjálshyggjukerfis. Hann gerði það vel. Vandinn er að hugmyndafræðin gengur ekki upp. Hann gat ekki vitað það, enda gerði enginn af hugmyndafræðingum frjálshyggjunnar um víða veröld sér grein fyrir því. Trú á ranga hugmyndakerfi - nokkuð sem stjórnmálamennska gengur útá. Saklaus.

Fjármálaeftirlitið - fámönnuð stöfnun sem hafði eftirlit með einkabönkunum. Hafði ekki innra skipulag og þekkingu til að taka á þeim glæpum sem framdir voru fyrir framan nefið á þeim í nafni eðlilegra viðskipta. Stofnunin hafði einfaldlega ekki tíma til að þróast í öflugt stjórntæki. Spilað var með hana. Hennar sekt var að geta ekki ráðið til sín þá þekkingu sem þurfti til að skilja og keppa við svikin sem grasseruðu út um allt - hugsanlega vegna slaks eftirlits. Saklaus.

goldglobemain

Eigendur banka, bankastjórnendur og bankastarfsmenn sem högnuðust gífurlega til skamms tíma á meðan bankinn sjálfur tapaði gífurlega til langs tíma. Þarf að rannsaka. Krefjast þarf endurgreiðslu, þar sem að arðurinn var ekki rétt reiknaður - þú átt ekki að geta reiknað arð af lánum sem þú tekur eða veitir. Sekir.

Bankar og lánastofnanir sem krefjast veðs umfram verðmæti eigna, eftirbankahrunið. Algjörlega siðlaust. Þær stofnanir sem hafa fellt niðurskuldir eigin starfsmanna, eiga einnig að fella niður skuldirviðskiptavina sinna, sem eru umfram veðsetta eign. Verði það gert, munreyndar efnahagskerfið á Íslandi hrynja aftur og algjörlega til grunna.En væri ekki rétt að raða upp aftur. Þessi skák er töpuð hvort eð er.Hvernig væri að byrja nýja skák þar sem allir gætu byrjað meðfullskipað lið?

Lánveitingar upp á marga milljarða án veðs eða með veði í verðlausum eignum: vítavert kæruleysi. Kanna þarf hagsmuni lánveitanda í viðkomandi lánum. Erfitt að meta sekt. Krefst rannsóknar.

Politicians-meeting-their-end

Ákvarðanir stjórnmálamanna í bankahruninu. Af hverju voru sumir bankar felldir og aðrir ekki? Hvernig spiluðu hagsmunaárekstrar inn í? Sjálfsagt ekki sekt, en áhugavert rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga.

Björgólfsfeðgar og Jón Ásgeir sem leiðtogar og fyrirmyndir annarra íslenskra auðmanna. Misnotkun á fjölmiðlavaldi? Kennitöluflakksvik? Undanskot ábyrgða? Þarf djúpa og mikla rannsókn hæfra saksóknara. Sekt eða sakleysi þarf að sanna á ótvíræðan hátt.

Ég efast ekki um að fjöldi fólks hafi auðgast með því að lifa eftir hugmyndafræðileysi frjálshyggjunnar, og tína upp brauðmylnur af borði stórfyrirtækja og auðmanna. Ekkert við þetta fólk að sakast, en það þarf að horfast í augu við breytta tíma og sjálfsagt munu lífsgæði viðkomandi minnka til muna. Séu þessar manneskjur sjálfum sér nægar og hafa ekki þörf til að sýnast meiri og merkilegri en aðrar manneskjur vegna eigin ímyndaðrar þjóðfélagsstöðu eða efnahags, mun þetta fólk pluma sig á endanum. 

Hang+em+High+Rare+French+45+Hugo+Montenegro

Þeir sem eru þegar komnir í vandræði hafa flestir fengið frest á vandanum, og hugsa sér ef til vill að það sé einhver lausn. Því miður er það ekki raunin. En það að hengja einhvern með silkiklút um hálsinn frekar en grófum kaðli, og svæfa viðkomandi fyrst með einhverri ólyfjan, er líklegri til að kæfa öll mótmæli eða aðgerðir í fæðingu. 

Málið er að fólk trúir að hlutirnir muni lagast að sjálfu sér.

Hvað ef það gerist ekki?

Þó er von.

Fólkið í Hagsmunasamtökum heimilanna, þar sem stjórnmálamenn fá ekki að vera í stjórn, og hugmyndin er að venjulegt fólk standi saman gegn þeim ógnum sem að heimilum steðja. Innritun og þátttaka í samtökum er ókeypis, en fólk getur greitt félagsgjald hafi það efni á því eða áhuga. Það er ekki skilyrði.

Svo er það náttúrulega Eva Joly sem hefur þegar reynst Íslendingum afar góður vinur, og sérstök krafa fyrir þá sem vilja taka þátt í samræðinni að lesa þessa grein hennar sem birtist í dag og Egill Helgason hefur birt á bloggi sínu.

Það er því von, en við þurfum að vinna saman. 


Bloggfærslur 1. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband