1. Don Hrannar skrifar frá Noregi: Heimsborgari eđa heimborgari?

 


 

Ég er feginn ađ vera kominn međ fjölskyldu mína úr landi, ţó ađ mikil óvissa bíđi okkar. Viđ höfum ekki atvinnu, börnin ekki komin í skóla og viđ tölum varla tungumáliđ. Hins vegar eigum viđ góđa vini ađ sem hafa veitt okkur húsaskjól og styđja okkur viđ atvinnuleit, međ góđum ráđum fyrir börn okkar og framtíđ.

Á ţessum áratug hef ég tapađ eignum í fellibyl, flóđi og fjármálakreppu, starfađ sem kennari í Mexíkó, Costa Rica, Ecuador og Íslandi, veriđ námsráđgjafi gegnum Netiđ fyrir framúrskarandi nemendur í Bandaríkjunum, kennslubókaráđgjafi í Puebla, fararstjóri Mexíkó og Kúbu, ţýđandi, skákţjálfari, vefsíđustjóri, viđ hönnun rafrćns kennsluefnis, upplýsingaöryggi, sem tćknihöfundur, verkefnastjóri í upplýsingatćkni, ţýtt stćrđfrćđivef yfir á spćnsku, veriđ verkefnastjóri bjartsýni.is hjá forseta Íslands, veriđ formađur húsfélags og vefstjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í nokkra mánuđi. Ţar ađ auki tók ég upp hjá sjálfum mér rétt fyrir kosningar ađ styđja Borgarahreyfinguna međ bloggskrifum rétt fyrir kosningar, og var sáttur viđ launin - fjórir gagnrýnir hugsuđir (vona ég) á ţing. Einnig hef ég tekiđ ţátt í skákmótum ţegar tími hefur gefist til, skrifađ um kvikmyndir, bloggađ um ýmislegt sem mér hefur ţótt skipta máli og sinnt fjölskyldunni.

Ég hef kynnst mörgu góđu fólki á leiđinni um heiminn og í störfum mínum, og kynnst ţví sem fylgir ţví ađ nćla í heimsmeistaratitil. Ég hef ekki tekiđ hefđbundiđ sumarfrí sem felst í ađ liggja á sólarströnd og sötra bjór, en frá árinu 2000 hef ég heimsótt Mexíkó, Guatemala, Belize, Costa Rica, Ecuador, Kúbu, Bandaríkin, Danmörk, England, Spán, Tékkland, Ţýskaland, Namibíu, Noreg, Ísland og hiđ ofursjálfstćđa ríki Vestmannaeyjar. Í gćr heimsótti ég svo Svíţjóđ í fyrsta sinn.

Ţađ má segja ađ ég sé ađ lifa lífinu, ţó ađ mér líki samt best ađ sitja viđ tölvu inni í herbergi og skrifa, hvort sem ég blogga eđa skrifa sögur. 

Ég mun ná ţeim markmiđum sem ţarf til ađ fjölskylda mín fái ađ lifa mannsćmandi lífi viđ hófleg kjör, enda međ góđa menntun, mikla starfsorku, er heilsteyptur og heilbrigđur, og vil láta gott af mér leiđa, og fái ég tćkifćri til ţess, geri ég ţađ.

Er ástćđa til annars en bjartsýni?


Bloggfćrslur 3. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband