Hvað er forsjárhyggja?

Þessi orð Steingríms J. Sigfússonar vekja ákveðinn óhug: “Við erum sem mamman og pabbinn,” enda verður forsjárhyggja til þegar stjórnmálamenn líta á sig sem foreldra yfir þjóðinni. 

Forsjárhyggja er þegar pólitísk stjórnvöld haga sér gagnvart þegnum sínum eins og strangir foreldrar gagnvart börnum. Sumum foreldrum tekst vel til, öðrum illa. Stjórnvöldum hefur aldrei tekist vel til með forsjárhyggju að leiðarljósi til lengri tíma litið. Stjórnvöldin ákveða fyrir þegna sína hvað er siðferðilega rétt og rangt í hverju tilfelli, og tekur sér þannig völd svipuð rannsóknardómara kirkjunnar á miðöldum.

Þegar stjórnvöld hafa tekið sér siðferðileg völd geta þau tekið upp á að setja haftir gegn hlutum sem eru siðferðilega vafasamir. Þau hafa þegar ákveðið að setja haftir gegn sykri, flengingum foreldra á börnum sínum og andlegum refsingum gagnart börnum, en það gæti einfaldlega verið fyrsta skrefið í stærra stríði gegn óvinum mannkyns, eins og áfengi, tóbaki, nikótíntyggjói, klámi, netnotkun, bloggi, jafnvel hveiti og hverju því sem gæti hugsanlega þótt óhollt eða siðferðilega vafasamt.

Sagan segir okkur að slíkar haftir hafa yfirleitt þveröfug áhrif og skapa undirmenningu sem verður einfaldlega mun meira spennandi en yfirborðsmenningin, sérstaklega fyrir börn og unglinga, sem venjast á það að gera hluti sem þau mega ekki gera, en læra að finna leiðir til að komast upp með það án þess að eftir þeim verði tekið.

Forsjárhyggja snýst um að banna það sem er talið óhollt eða illt, og gefa þegnum þannig skýr skilaboð um hvað má og hvað má ekki. 

Öfgafull forsjárhyggja er jafn slæm og öfgafull frelsishyggja. Það er erfitt fyrir stjórnvöld að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli. Þess vegna verður að treysta á að einstaklingar hafi nógu mikla heilbrigða skynsemi til að taka slíkar ákvarðanir sjálfir, en slíka skynsemi er hægt að rækta með góðri menntun.

 

Myndin er fengin úr Silfri Egils, en Egill Helgason er lunkinn við að benda á stórar hugmyndir í fáum orðum, eins og hér.


Bloggfærslur 20. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband