Er Evróvisjónlagið í ár svanasöngur íslensku þjóðarsálarinnar?

11 ára dóttir mín hefur verið dugleg að mæla með  íslenska Evróvisjónlaginu hérna í Noregi, og segir öllum sem vilja heyra að þetta sé ekkert venjulegt lag, að það sé eins og Ísland sjálft sé að syngja og gera upp við fortíð sem var meiri blekking en veruleiki.

Sjálfum er mér nokkuð sama í hvaða sæti lagið lendir. Ég læt það duga að mér finnst lagið fallegt og að börnin mín séu hrifin af því. Ekkert sæti eða stig getur breytt því.

Mér finnst túlkun dóttur minnar áhugaverð, enda hefur hún upplifað íslensku kreppuna á frekar dramatískan hátt, séð föður sinn missa vinnuna, og upplifað þá erfiðu ákvörðun foreldra sinna að flytja frá Íslandi. Hún hefur byrjað í nýjum skóla þar sem framandi tungumál er talað, og stendur allt í einu frammi fyrir gjörbreyttum heimi.

Ég læt texta lagsins og lagið sjálft fylgja með svo að þú getir dæmt um hvort að túlkun dóttur minnar gangi upp eða ekki. Til þess að gera þetta almennilega langar mig að þýða textann yfir á íslensku, og biðst fyrirfram afsökunar reynist hann klaufalegur, en þýðingar á söngtextum er ekki ein af mínum sterku hliðum.

Ég ímynda mér að sögumaður sé hinn almenni Íslendingur sem hefur upplifað sig svikinn eins og í ástum af stjórnmálamönnum, fjárglæframönnum og útrásarvíkingum sem tókst að blekkja alþjóð með því nánast að múta þjóðinni allri með þeirri sögu sem flestir Íslendingar vildu trúa; að engin þjóð væri betri, klárari, fallegri, hamingjusamari eða ríkari en sú íslenska. Það er hægt að deila um hvort að með Hruninu hafi Íslendingar þegar glatað sjálfstæði sínu. Ef svo er, gæti þetta lag verið réttnefnt sem svanasöngur íslensku þjóðarsálarinnar.

Is It True?Er það satt?

You say you really know me
You’re not afraid to show me
What is in your eyes
So tell me ’bout the rumors
Are they only rumors?
Are they only lies?

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way?

If you really knew me
You couldn’t do this to me
You would be my friend
If one of us is lying
There’s no use in trying
No need to pretend

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it real? Did I dream it?
Will I wake from this pain?
Is it true?
Is it over?
Baby, did I throw it away?

Ooh… is it true

Þú segist hug minn skilja
og vilt af fullum vilja
deila þinni sál
Segðu mér um slúðrið
Er það bara slúður?
Er það logið mál?

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Ef þú skildir hug minn
Eins og ég elska hug þinn
værir þú vinur minn
Ef annað okkar lýgur
traust úr æðum sýgur
engan vin ég finn

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt? Var það draumur?
Mun ég vakna frá sorg?
Er það satt?
Er það búið?
Ástin, fór það allt fyrir borð?

Ó... er það satt?


mbl.is Jóhanna verður 7. í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband