Það voru ofbeldisfullar óeirðir á Íslandi samkvæmt Fox Business News

Samkvæmt Fox News voru ofbeldisfullar óeirðir á Íslandi en ekki friðsamleg mótmæli búsáhalda sem kom fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá völdum.

Skoðaðu myndefnið og textann á skjánum vandlega á meðan viðtalið við Gylfa Magnússon segir allt aðra sögu.

Myndir segja meira en þúsund orð.

  • Hvað ætli sé í gangi?
  • Eru þetta mistök og viðvaningsháttur, eða myndefni notað í þeim tilgangi að æsa upp í undirmeðvitund áhorfenda, sem eru sjálfsagt flestir Bandaríkjamenn?
  • Ef svo er, til hvers?

Hið sanna myndefni frá Íslandi hefur kannski ekki verið nógu ofbeldisfullt, blóðugt eða brjálæðislegt, hrópandi fólk að lemja á potta og pönnur.

Smelltu hér til að skoða viðtalið við Gylfa: Gylfi Magnússon í viðtali á FOX Business News


Var rangt af Sjálfstæðisflokknum að taka við þessu 55 milljóna króna klinki?

 

falki_826539

 

Hefðu þessar upplýsingar komið fram árið 2006, hefðu þær valdið sama fjaðrafoki og þær gera í dag? Þá voru 25 og 30 millur bara klink auðmanna.

Nú tala Sjálfstæðismenn um að opna bókhaldið fyrir árið 2006 um alla styrki sem voru hærri en ein milljón. Af hverju er ekki miðað við kr. 300.000,- þá upphæð sem lögleg er til styrkja samkvæmt lögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að árið 2006?

Og af hverju bara árið 2006?

Hvað um árin 2007, 2008, 2009, 2005, 2004, 2003, 2002, 2001, 2000, 1999, 1998, 1997, 1996, 1995, 1994, 1993, 1992, 1991, 1990 og 1989?

Hvernig væri að fá allt upp á borðið?

Af hverju eru þessar upplýsingar að leka rétt fyrir kosningar? Af hverju er strax búið að takmarka það að gefnar verði upp upplýsingar fyrir einungis 2006 og einungis það sem er yfir einni milljón?

Ég held að fáum hefði þótt þetta siðlaust árið 2006 og enginn tekið eftir þessum upplýsingum, þar sem fólk trúði að velmegunin væri svo gífurleg, að allt væri svo flott og fallegt á Íslandi og að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi, en árið 2009, eftir hrun og rétt fyrir kreppu, er þetta hið mesta hneyksli. 

Ég vil skora á alla flokka að upplýsa um alla styrki sem þeir hafa fengið frá árinu 1989 sem voru yfir kr. 300.000,- Held að það yrði forvitnileg lesning.

 

Mynd: Guðsteinn Haukur Barkarson


mbl.is Geir segist bera ábyrgðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband