Eitthvað fyrir alla! Eniga meniga, ég á enga peninga. Súkkadí púkkadí, kaupa meira fínerí. Kaupæði, málæði, er þetta ekki brjálæði?
19.4.2009 | 20:51

"Í vel stjórnuðu ríki ber að skammast sín fyrir fátækt. Í illa stjórnuðu ríki, ber að skammast sín fyrir auð." Confusius
"Mesti auðurinn felst í að vera sáttur við lítið." Platón
"Sé ríkur maður stoltur af auði sínum, skal ekki lofa hann fyrr en vitað er hvernig hann ver auðnum." Sókrates

"Tími er það dýrmætasta sem maður getur eytt." Diogenes Laertius
"Venjulegum auðæfum er hægt að stela, ekki alvöru auðæfum. Í sál þinni eru óendanlega verðmætir hlutir sem enginn getur tekið frá þér." Oscar Wilde

"Auður er hæfileikinn til að njóta lífsins til fullnustu." Henry David Thoreau
"Að vera ríkur er að eiga peninga; að vera auðugur er að hafa tíma." Margaret Bonnano
"Ég vildi geta lifað sem fátækur maður en með fullt af peningum." Pablo Picasso

"Svo mikið af fólki eyðir heilsunni við öflun fjár, og eyða síðan fénu til að endurheimta heilsuna." A.J. Reb Materi
"Þetta er áhrifaríkur mannfjöldi: þeir sem hafa og þeir sem hafa meira. Sumir kalla ykkur elítuna. Ég kalla ykkur bækistöð mína." George W. Bush
"Margir urðu auðvitað gífurlega ríkir, en þetta var fullkomlega eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir því að enginn var í raun fátækur, að minnsta kosti enginn sem vert er að tala um." Douglas Adams

"Ótti gagnvart dauðanum vex í jöfnu hlutfalli við aukinn auð." Ernest Hemingway
"Ef ég fengi uppfyllta eina ósk, hvað sem er, þá myndi ég ekki óska mér auðs og valds, heldur ástríðufulla tilfinningu fyrir möguleikum - því að augað sem sér hið mögulega er ávallt ungt og árvökult. Nautnir valda vonbrigðum; möguleikar aldrei." Sören Kierkegaard
"Ég vil verða rík. Sumir verða svo ríkir að þeir glata allri virðingu fyrir hinu mannlega. Svo rík vil ég verða." Rita Rudner

"Frægð og auður flæða. Heimska er eilíf." Don Williams Jr.
"Auður, eins og hamingja, kemur aldrei þegar maður sækir beint eftir honum. Hann kemur sem aukaafurð gagnlegrar þjónustu." Henry Ford
"Það er ekki sköpun auðs sem er röng, heldur ástin á peningum peninganna vegna." Margaret Thatcher

"Auður er verkfæri frelsis, en leitin að auði er þrældómur." Frank Herbert
"Þeir segja að betra sé að vera fátækur og hamingjusamur en ríkur og vansæll, en hvað um að finna millileið eins og hæfilega ríku og mislyndur?" Díana prinsessa
"Hæfileikar er auður hins fátæka." John Wooden
"Laag endist lengur en fuglasöngur, og orð endast lengur en auður heimsins." Írskt spakmæli
"Auðugur áttu marga vini; fátækur, ekki einu sinni ættingja." Japanskt spakmæli

"Allir menn með metnað verða að berjast gegn eigin öld með vopnum hennar. Þessi öld dýrkar auð. Guð þessarar aldar er auður. Til að ná árangri þarftu auð. Sama hvað það kostar verður maður að hafa auð." Oscar Wilde
"Óverndaður auður veldur styrjöldum." Ernest Hemingway
"Þegar hinir ríku hugsa um þá fátæku fá þær fátæklegar hugmyndir." Evita Perón
"Í dag er mesta auðlindin það sem er á milli eyrna þinna." Brian Tracy
"Við lifum á því sem við eignumst, en öðlumst líf á því sem við gefum." Winston Churchill
"Þú ert ekki ríkur fyrr en þú hefur eitthvað sem peningar geta ekki keypt." Garth Brooks
"Ekki allt sem hægt er að telja skiptir máli, og ekki allt sem skiptir máli er teljanlegt." Albert Einstein
"Sá auður sem enginn sér gerir manneskju hamingjusama og ekki öfundaða." Francis Bacon
"Sá fátækasti er ekki án klinks, heldur án draums." Óþekktur höfundur
"Ég er á móti milljónamæringum, en það væri hættulegt að bjóða mér stöðuna." Mark Twain
Myndir: A Cool Friday
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5000 sammála kl. 19:22 í dag!
19.4.2009 | 18:01
Það fjölgar hratt í hópnum sem er sammála um að ganga til viðræðna við Evrópusambandið og leggja síðan þann samning sem býðst undir íslenska kjósendur.
Ef íslenskum kjósendum er ekki treyst til að velja í þessu máli, þá er þeim varla treystandi til að kjósa fólk á þing... eða hvað?
Af sammala.is:
Við erum sammála
um að sækja eigi um aðild að ESB
Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök.
Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.
Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl
eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)