Magnaðir hæfileikar hinnar 47 ára Susan Boyle - þú missir andlitið

Þú verður að sjá þetta!

Þetta myndband getur kennt fólki heilmikið um sjálft sig. Veltu fyrir þér af hverju Susan Boyle hefur aldrei fengið tækifæri á allri sinni ævi til að sýna hvað í henni býr. Hún birtist á sviðinu frekar ræfilsleg kattahúsmóðir, klædd einum ljótasta kjól sem sögur fara af en full af sjálfstrausti sem er algjörlega úr takti við ásýnd hennar.

Samt slær hún í gegn.

Þú verður að smella tvisvar á myndbandið til að sjá það.

Hvernig upplifðir þú þetta atriði?

Stóðst Susan Boyle væntingar þínar eða voru væntingarnar svo lágar og frammistaðan svo frábær að þú situr ennþá gapandi yfir þessu, eins og ég?


mbl.is Hæfileikar leynast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband