Er spillingin búin að umkringja okkur?

 

 

Með fréttum af stórskuldum allra stjórnmálaflokka landsins nema Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingar, og með þá vitneskju í huga að fyrirtæki mútuðu Sjálfstæðisflokknum sem virðist hafa á móti verið flokkur fyrirtækja umfram landsmenn, flokki sem ég hef einu sinni greitt dýrmætt atkvæði mitt, sé ég ekki nema tvo kosti eftir fyrir næstu alþingiskosningar: Að skila auðu eða kjósa Borgarahreyfinguna, X-O (Ex núll eða Ex o?).

Allt annað er útilokað, enda hafa flokkarnir sýnt að annað hvort eru þeir með allt niður um sig eða hlaðnir blóðpeningum.

Þetta er reyndar ekkert nýtt.

Manneskjur hafa frá upphafi vega barist gegn alheiminum í því endalausa stríði sem felst í að merkja sér eitthvað smápláss og vona að fyrir vikið taki alheimurinn eitthvað eftir okkur.

Þó að mannkyninu takist að pissa utan í ljósastaur alheimsins, þá er ólíklegt að hann verði ánægður með það finni hann lyktina af hlandinu. Mér finnst við vera í miklu hafróti - stjórnmálaflokkar hafa ráðist á þjóðina sem stendur eins og ljósglæta innan um heljarmikið brim.

Hvort þjóðin standi af sér þetta ofsaveður er undir henni komið. Hún verður að losna úr þessum böndum, koma sér upp úr hafinu til að forðast drukknun, og upp á þurrt land, þar sem við getum náð áttum á ný.

Hvort að rétt fyrsta skref sé að merkja kjörseðil með X-O, hef ég ekki enn ákveðið - en athygli minni hefur vissulega verið snúið í þá átt.

 

Mynd: TAZmanian look at the World Wierd Web


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband