Getur verið að kreppan kveiki í og magni upp geðhvörf og aðra geðræna sjúkdóma?

 

bipolar2

Geðhvörf er alvarlegur geðrænn vandi sem fólk ber ekki utan á sér. Sumir geta jafnvel þakkað árangri í starfi fyrir þann kraft sem virðist geisla af viðkomandi á meðan hann er í örlyndishlið geðhvarfa. Vandinn við geðhvörf er margbrotinn. Annars vegar getur fólk talið að slíkar skapsveiflur séu bar eðlilegur hluti af tilverunni og áttar sig ekki á vandanum sem liggur að baki, en í henni getur falist mikil sjálfseyðingarhvöt, sem beinist einnig að öðru fólki í nánasta umhverfi. Fólk með geðhvörf þarf hjálp. Fólk sem umgengst fólk með geðhvörf þarf líka hjálp. Ég tek fram að ég er ekki sérfræðingur í þessum fræðum, en hlýt að geta dregið ályktanir útfrá eigin rannsóknum og heilbrigðri skynsemi, sem vissulega má gagnrýna.

Í síðasta mánuði lenti ég í klónum á einstaklingi sem ég tel að þjáist af geðhvörfum. Á ensku er þessi gerð geðveiki kölluð Bi-Polar Disorder. Ég vissi að eitthvað var að en áttaði mig ekki á hvað það var, og sú staðreynd hefur truflað mig töluvert.

Nú hef ég skráð niður ýmsar kenningar um hvað olli þessu slæma sambandi, og komist að því að þó margt hafi verið til í mínum kenningum, og þær hafi staðist gagnrýni, þá fóru þær ekki nógu djúpt. Þegar ég fór síðan að kanna sambandið á milli þessara hugmynda minna, áttaði ég mig á að viðkomandi einstaklingur þjáist hugsanlega af geðsjúkdómi.

 

 


 

Þannig að ég setti af stað persónulega rannsókn sem leiddi mig að hugtökum eins og marglyndi, maníu, jaðarpersónuleikaröskun (Borderline personality disorder), og fannst ég stöðugt vera að nálgast kjarna málsins þar til ég fann skilgreiningar og lýsingar á geðhvörfum.

Í rannsóknum mínum komst ég að því að ástand eins og er í íslensku þjóðfélagi í dag, með aukinni streitu vegna efnahagsástandsins, virkar það eins og kveikjuþráður fyrir fólk með geðhvörf - og eftir því sem ástandið er alvarlegra, því styttri er kveikjuþráðurinn.

Ef þú lendir í sambandi við manneskju sem þjáist af geðhvörfum, hvort sem um maka, samstarfsfélaga, vini, eða því sem er enn alvarlegra og getur haft bein áhrif á líf þitt og afkomu: embættismanni, yfirmanni eða kennara, þá verður þú að gera eitthvað í málunum, en kreppunnar vegna, er ólíklegt að þú getir það.

Claustrophobia_by_ArhcamtIlnaad

Ég er það heppinn að vera endanlega laus við þessa manneskju úr mínu lífi, en hef vissulega áhyggjur af þeim sem þurfa enn að umgangast hana, og ljóst að þetta fólk þarf að forðast eins og heitan eldinn að styggja viðkomandi, því ef að slík vera er styggð - getur hún tekið upp á því að ráðast á allt og alla sem verða í hennar vegi og grýti steinum út úr  glerhúsinu þar til hún telur að lausn hafi verið fundin - alls staðar annars staðar en mögulega í eigin ranni - og róast þar til sannleikurinn kemur í ljós, fyrr eða síðar

Ef þér finnst sumt fólk vera farið að haga sér undarlega þessa síðustu daga, skráðu niður það sem þér þykir undarlegt, rannsakaðu það og myndaðu þér skýra og fordómalausa skoðun, áður en það er of seint að gera eitthvað í málinu. Ef þú hefur rökstuddan grun, leitaðu þá aðstoðar sérfræðinga, sem geta þá vonandi komið viðkomandi eða þér til aðstoðar reynist grunur þinn á rökum reistur.

Athugaðu að á geðhvörfum eru tvær hliðar, önnur þeirra mun sýnilegri en hin. Örlyndi er sýnilegt á meðan hin hliðin, þunglyndið, er yfirleitt vel falið.

 

Af heimasíðu Geðhjálpar:

Talið er að um 1% þjóðarinnar séu með geðhvörf (Bi-Polar).  Geðhvörf kallast það þegar manneskja sveiflast milli oflætis og þunglyndis, geðhæðar og geðlægðar.  Langur tími getur liðið á milli geðsveifla og á þeim tímabilum er einstaklingurinn heill á geði.  Ef sjúklingur er án meðferðar má búast við 7-15 stórum sveiflum um ævina. Sumir veikjast þó aðeins einu sinni.  Framgangur geðhvarfa er einstaklingsbundinn og er því erfitt að alhæfa um hversu mörgum geðsveiflum fólk má búast við, hve lengi þær standa yfir og hve langur tími líður á milli þeirra.  Fyrsta geðsveiflan kemur oft í kjölfar aukins álags eða áfalls.

Lengi hefur verið talið að geðhvörf séu algengari hjá skapandi fólki með frjótt ímyndunarafl og margir af ástsælustu listamönnum heimsins eru taldir hafa þjáðst af geðhvörfum, t.d. Virginia Woolf, Sylvia Plath og Sting,

Helstu einkenni örlyndis eru:

  • Hækkað geðslag, minnkuð svefnþörf og hraðar hugsanir
  • Aukin líkamleg og andleg vellíðan
  • Óþol gagnvart áreiti
  • Oft stutt skil á milli gleði og reiði, ánægju og æsings
  • Oft yfirþyrmandi framkoma
  • Háar hugmyndir og góð færni í að sannfæra aðra
  • Minnkuð færni í að hlusta á aðra
  • Minnkuð dómgreind - óskýr skil á milli eigin hugarheims og raunveruleika

Á persona.is eru undirflokkar geðhvarfa skilgreindir nokkuð vel. Athugaðu endilega hvort að þú kannist við einkennin.

Geðhvörf I er það form geðhvarfa sem einkennist af gríðarlegum oflætissveiflum sem oft standa lengi yfir, en þunglyndissveiflurnar eru ekki mjög djúpar. Fólk með þessa tegund af geðhvörfum setur hvað mestan svip á sjúkdóminn og gefur honum andlit. Þetta eru einstaklingarnir sem í oflætinu eru ósigrandi og búa yfir óþrjótandi orku til að sigra heiminn. Þeir svífa um í hæðstu hæðum oflætisins. Iðulega þarf að leggja fólk með geðhvörf I inn á geðdeildir í langan tíma til að ná því niður úr oflætinu, sem oft hefur varað lengi og hefur jafnvel valdið líkamlegu tjóni.
 
Geðhvörf II er annað birtingarform á geðhvörfum sem lýsir sér með meira og langvarandi þunglyndi en hjá fólki með geðhvörf I. Inn á milli upplifa þessir einstaklingar stutt og oft væg oflætistímabil. Tímabil sem vara 3-15 daga. Þetta fólk er oft ranglega greint taugaveiklað eða með persónuleikaröskun.
 
Geðhvörf III er svolítill jaðarhópur. Hér er um að ræða fólk sem er oft þunglynt og er á þunglyndislyfjum eða í rafmeðferð sem kemur því í oflætisástand. Stundum geta jafnvel steralyf eins og cortisone komið fólki upp í geðhæð eða oflæti. Einnig getur fólk sem er ranglega greint þunglynt og sett er á þunglyndislyf skotist upp í oflæti. Þessir einstaklingar eru flokkaðir með geðhvörf III.
 
Hverfilyndi (cyclothymia). Í þessum flokki eru þeir sem kallast "rapid cyclers". Þeir sem fá vægar og örar geðsveiflur. Þetta er fólkið sem fær oft frábærar hugmyndir, byrjar á stórum verkefnum af krafti en klárar þau aldrei. Fólkið sem þarf stöðugt að vera á ferðinni. Fólkið sem kemur geysimiklu í verk á skömmum tíma en dettur svo niður inn á milli, án þess þó nokkurn tíman að missa dómgreind eða upplifa slæmt þunglyndi eða sturlunarkennt oflæti. Þessir einstaklingar eru oft ranglega greindir með persónuleikatruflanir.
 
Blandað ástand (mixed states). Margir sérfræðingar lýsa þessum blönduðu geðhvörfum sem "örvæntingarfullum kvíða". Þunglyndi með einstaka hugarflugi oflætis inn á milli. Geðsveiflurnar eru svo örar að einkenni þeirra birtast með mjög skömmu millibili í hegðun. Ef sveiflurnar vara skemur en tvær vikur er viðkomandi í blönduðu ástandi.
 

Skilgreining á maníu af doktor.is:

Á hinum manísku tímabilum er sjúkdómsmyndin gjörólík, nú er mikil hreyfiþörf og lífskraftur. Mikilvægustu einkenni maníu eru:

  • ört geð, árásargirni og ergelsi
  • aukin orka og virkni
  • málgleði, röddin er kröftugri en vanalega, hratt tal
  • minnkuð svefnþörf
  • ógagnrýnin hegðun, hvatvís.

What is Bipolar Disorder?



Myndir:

The Encouraging Times

Recluse

Throwing Stones in the Glass House


Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband