Gleðileg jól

Gleðileg jól!

Þetta hefur verið vindasamt ár.

Ár mikilla breytinga.

Breytinga sem voru nauðsynlegar.

Nauðsynlegar sem viðbrögð við ofbeldi.

Ofbeldi sem beitt var gegn heilli þjóð.

Þjóð sem þarf að safna kröftum.

Kröftum sem nýta skal til vegferðar.

Vegferðar fyrir alla, ekki bara suma.

Suma sem finnst þeir eiga heiminn.

Heiminn sem við eigum öll.

Öllum ykkur þakka ég innlitið.

Innlitið á þessu síðu.

Síðu sem veitir aðgang að skoðunum.

Skoðunum sem eru einlægar.

Einlægni og samhugur geta hjálpað.

Hjálpað þó ekki nema agnarögn.

Agnarögn er þó eitthvað.

Eitthvað sem lýsir upp skammdegið.

Skammdegið bæði úti og inni.

Gleðileg jól!


5 bestu jólagjafirnar í ár

Hérna snjóar mikið. Trjágreinar skreyttar jólasnjó. Alveg eins og þetta á að vera.

Ég hef tekið saman lista af þeim jólagjöfum sem ættu að vera vinsælar á hverju ári, og við ættum að vera nógu þakklát til að þiggja.

  1. Bros til allra
  2. Góð kveðja til vina
  3. Faðmlag til þeirra sem þér þykir vænt um
  4. Aðstoð við heimilisverk
  5. Viðvera með fjölskyldu

Mér verður hugsað til allra þeirra sem geta ekki gefið 1,3,4,5 vegna fjarveru frá Íslandi, og verða að láta góða kveðju duga að sinni.

Gleðileg jól!


Bloggfærslur 24. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband