Er Krónan mannorđ Íslendinga?

 


 

Mér leiđ í morgun eins og ég hefđi rekist á dánarfregn um gamlan og góđan vin.

Ég fór inn á norska heimabankann minn í dag og skođađi erlendar greiđslur, en tók ţá eftir ansi sérstökum texta neđst á síđunni:

 Important information about payments to and from Iceland
The Icelandic authorities have placed the country's banks under administration. Due to the uncertain situation, we urge our customers to double check before sending payments to ensure that the payee still wants the funds to be sent to the specified account in an Icelandic bank.
 
Payments from Iceland/Icelandic banks will be credited our customers' accounts as usual as they are credited to the bank's account. Since the Icelandic crown (ISK) is still suspended, transactions cannot be executed in that currency.

Í raun erum viđ ţjóđ án gjaldmiđils, ţannig ađ allt rifrildi um ađ hćtta međ eđa halda í krónuna er tóm della, ţar sem krónan er einfaldlega ekki lengur til. Krónan er dáin. Hún er lítiđ annađ en minning um sjálfstćđi okkar. Draugur efnishyggjunnar. 

Spurningin er ekki hvort viđ tökum upp gjaldmiđil í stađinn fyrir krónuna, heldur hvort ađ viđ ćtlum ađ taka upp einhvern gjaldmiđil yfir höfuđ. 

Mér leiđ virkilega illa yfir ţessum stutta og snubbótta texta, enda líđur mér eins og ţetta sé vantraustsyfirlýsing yfir ţjóđinni okkar, ţó ađ meiningin sé líklega ekki sú, enda er ekki minnst á neinn annan gjaldmiđil sem alţjóđlegt vandamál annan en íslensku krónuna.

Ég hef tilhneigingu til ađ tengja saman gjaldmiđil okkar og mannorđ ţjóđarinnar, tilfinning sem kemur sjálfum mér töluvert á óvart. 

Krónan hefur alla mína tíđ veriđ eins og bros eđa handarband, einhvers konar sjálfsagt traust milli vina; sem nú er horfiđ og hugsanlega glatađ.

Hver getur treyst ţjóđ eđa ţegnum ţjóđar sem hefur ekki efni á handarbandi?


Bloggfćrslur 5. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband