100 ára kreppa?

 

Peningar í lausu lofti, frá College Scholarships

 

Þar sem ekki verður hægt að klára greiðslur á Icesave árið 2024 eins og fyrirvarar gerðu áður ráð fyrir, þá væri áhugavert að vita hversu langan tíma tekur að borga þessa reikninga, þessa reikninga sem er ein af grunnforsendum þess að ég ákvað að flytja úr landi, enda vil ég ekki taka þátt í að borga skuldir óreiðumanna, né að börn mín lendi í sömu súpunni.

Ennþá skil ég ekki af hverju þessari ríkisábyrgð er ekki algjörlega hafnað og farið á eftir þeim sem að græddu óhóflega á þessu, enda augljóst að peningarnir sem lánaðir voru bankanum hafa ekki bara gufað upp, þó að þeir sem haldi þeim í dag takist að leyna þeim og virðist ætla að komast upp með glæpinn á kostnað íslensku þjóðarinnar, að minnsta kosti í bili.

Peningar gufa ekki bara upp, frekar en að þeir vaxa á trjánum.

Ríkisstjórnir ólíkra landa eiga ekki að deila um hver borgar. Þær eiga að rannsaka hvert peningurinn fór og draga þá til ábyrgðar sem hafa svikið þessar háu fjárhæðir út úr saklausu fólki víða um heim. Mistök fyrri ríkisstjórnar var að tryggja skuldbindingar á innlendum innistæðum allra reikninga bankanna, sem gerði kröfur erlendra innistæðueigenda réttlætanlega. 

Það er búið að borga íslenskum innistæðueigendum til baka á kostnað skuldara, á kostnað ríkisstofnana, með hærri sköttum og með ófyrirsjáanlegum samdrætti næstu árin, með sköpun vinstri ríkisstjórnar sem virðist því miður engu skárri en sú hægri. Það er mikil skriða óréttlætis í gangi og það virðist erfitt að spyrna við henni.

Þessi skriða virðist hafa hafist með óstjórnlegri græðgi meðal þeirra sem áttu mikið og vildu ekki bara meira, heldur margfalt meira. Henni var haldið við eftir að bankarnir hrundu með því loforðið ríkisstjórnarinnar að þetta fólk myndi ekki tapa peningum sínum af innlendum reikningum, og hefur orðið til þess að erlendir eigendur geri að sjálfsögðu sömu kröfu, enda afar varhugavert að gera upp á milli fólks í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi vegna þjóðernis þess eða búsetu.

Það sem vantar er réttlæti, kalt og hart. 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband