Bréf til þingmanna vegna húsnæðismála - hver er að hlusta?

Þetta bréf sendi ég í tölvupósti til allra þingmanna í gær:

 

Þingmaður,

Verðbólgan er að éta upp dýrmætustu eignir heimila, húsnæði þeirra, en við vitum öll vel að án húsnæðis getur fjölskylda ekki lifað af á Íslandi - og getur ekki annað en hrakist úr landi.

Vonandi verður þessum málaflokki fylgt betur eftir á næstu dögum og skuldugum heimilum hjálpað á sanngjarnan máta, þá helst með gera fólki kleift að borga hraðar niður höfuðstól lána og setja þak á verðtryggingu, en verðbólga samkvæmt upphaflegum áætlunum bankanna var almennt reiknuð 2.5% - sem hefur síðan engan veginn staðist. Af hverju á fólkið að gjalda með heimilum sínum fyrir þessar röngu upplýsingar frá sérfræðingum bankanna?

Ég mæli eindregið með lestri þessarar greinar eftir Marínó G. Njálsson, sem fjallar á sanngjarnan og gagnrýnan hátt um þær aðgerðir sem gripið var til fyrir heimilin í landinu:

 

Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum

 

Þarna má finna kjarna málsins og ég vona innilega að við getum lært á honum.

 

Einn þingmaður hefur svarað bréfinu og sýnt að hann hlustar, Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu. Fær hann þakkir fyrir.


Bloggfærslur 27. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband