Stórmeistara rúllađ upp af 9 ára gutta

Ég skođađi skákina, sem er hćgt ađ skođa međ ţví ađ smella á myndina, og get stađfest ađ ţessi sigur var enginn grís. Strákurinn tefldi alveg feikivel, međ svart í spćnska leiknum og lék hárrétt fram í 16. leik og tefldi síđan eins og stórmeistari eftir ţađ. 

 
hetual_shah
Smelltu á myndina til ađ skođa skákina.

Ţetta gerđist í gćr á skákmóti í Nýju Delí. Hinn 9 ára gamli Hetul Shah frá Indlandi sigrađi hinn 34 ára gamla stórmeistara Nurlan Ibrayev frá Kazakstan, og sló ţannig heimsmet, ţví ađ hann er yngsti skákmađur frá upphafi sem sigrar stórmeistara í kappskák.

Ţađ er ljóst ađ Indverjar eru ađ blómstra sem skákţjóđ. Heimsmeistarinn Anand er Indverji, heimsmeistari unglinga, Abhijeet Gupta, er Indverja og heimsmeistari unglingsstúlkna, Dronavalli Harika, er einnig Indverji.

Ég hefđi ekki viljađ vera í sporum Ibrayev, en hann er atvinnumađur í skák og hefur mikinn heiđur ađ verja. Reyndar er hann "ađeins" međ 2403 stig, sem er frekar lítiđ fyrir stórmeistara. En til samanburđar, ţá er ţetta eins og ef Eiđi Smára hefđi veriđ skipt út af hjá Barcelona fyrir strák úr 5. flokki.

Ţetta sýnir bara og sannar ađ börn eru ekki framtíđin, ţau eru nútíđin.

Máliđ er ađ börn geta svo miklu meira en viđ teljum. Međ umönnun, alúđ og góđri menntun geta börn öđlist mikinn styrk, ţví ţau lćra svo hratt. Ef níu ára barn getur talađ jafn vel og fullorđin manneskja, af hverju ćtti hún ekki ađ geta teflt jafnvel og slík manneskja.

Er óhugsanlegt ađ níu ára barn geti hugsađ skýrar og af meiri tilfinningu en sextug manneskja sem hugsar međ afbrigđum vel?

 

Lokastađan:

 lokastadan_ibrayev_shah.jpg
Ibrayev - Shah
0-1

 

Ungmenni skal umgangast af virđingu. Konfúsíus (551-479 BC)

 

Manneskja sem er ung ađ árum getur veriđ gömul í klukkustundum, ef hún hefur ekki glatađ neinum tíma. Francis Bacon (1561-1626) 


Bloggfćrslur 12. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband