Í frétt visir.is kemur fram ađ Árni Mathiesen fjármálaráđherra, er á međal stofnfjáreigenda í Byr. Byr er sparisjóđur. Sparisjóđir eru fjármálafyrirtćki. Um sparisjóđi gilda einhverjar ađrar reglur en um banka, en í eđli sínu eru sparisjóđir bankar. Ađeins bókstafstrúarmađur gćti hafnađ slíkum sannleik.
Ţegar Árni Mathiesen var spurđur í ţćttinum Silfur Egils um voriđ 2008 hvort ađ ríkisstjórnin ćtlađi ekki ađ koma almenningi til hjálpar vegna gengisfellingarinnar sem varđ í vetur og árásinnar á íslenska hagkerfiđ, svarađi hann ţví til ađ fyrst og fremst bankarnir gćtu treyst á ríkiđ. Hann minntist ekkert á fólkiđ í landinu.

Mér fannst ţetta afar furđuleg afstađa og skildi hana ekki. En nú hafa komiđ fram upplýsingar sem útskýra ţetta dularfulla viđhorf, og sýna ađ máliđ er svo einfalt ađ erfitt er ađ sjá ţađ.
Árni er nefnilega einn af eigendum Sparisjóđsins Byr. Ég veit ekki hvort hann hafi átt í fjármálafyrirtćki ţegar hann lét ţessi ummćli falla í vetur, en ţađ er afar vafasamt af fjármálaráđherra ađ eiga hlut í banka - ţví skođanir hans verđa hlutdrćgar og ljóst er ađ vegna ţessarar hlutdrćgni munu fjármálafyrirtćki fá meiri stuđning en fólkiđ í landinu. Hagsmunaárekstrar sem ţessir eru afar ófagmannlegir og ćttu ađ vera bannađir međ lögum, ţar sem ţeir valda óhjákvćmilega hagsmunaárekstrum.

Máliđ er ađ fjármálaráđherra sem á hluta í fjármálafyrirtćki hlýtur ađ huga fyrst og fremst um hag eigin fyrirtćkis, og leyfa hagi ţjóđarinnar ađ mćta ađgangi. Annađ vćri einfaldlega óskynsamlegt í stöđunni.
Á međan kreppir ađ vegna verđbólgu og gengisfellingar hjá alţýđunni sem er á föstum launum sýna fjármálafyrirtćki gífurlegar hagnađartölur sem skila sér til eigenda ţeirra, og ţegar í ljós kemur ađ fjármálaráđherrann sjálfur er einn af ţessum eigendum, ţá fer heildarmyndin ađ skýrast.

Eigendur fjármálafyrirtćkja hljóta ađ hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Ţađ myndi ég sjálfur gera. Ţađ myndu allir gera. Ţannig er mannlegt eđli. Ţess vegna eiga stjórnmálamenn ekki ađ eiga í fyrirtćkjum sem tengjast ákvörđunum ţeirra í stjórnsýslunni. Fátt er verra en hagsmunaárekstrar í stjórnsýslu, einfaldlega vegna ţess ađ ţeir valda óréttlćti í stađ ţess ađ koma í veg fyrir ţađ.
Ţetta er slíkur hagsmunaárekstur ađ mađur hlýtur ađ spyrja hvort ađ ţađ sé löglegt af fjármálaráđherra ađ eiga hlut í fjármálafyrirtćki? Eru virkilega ekki til lög sem banna stjórnmálamönnum ađ höndla málefni sem snerta ţá sjálfa náiđ?

Nú hljótum viđ ađ spyrja hvort ađ ţađ sé regla frekar en undantekning ađ ráđherrar ţjóđarinnar eigi svona mikiđ í fjármálafyrirtćkjum eđa öđrum rekstri sem verđa fyrir beinum áhrifum af ákvörđunum ţeirra viđ stjórnsýslu, og hvort ađ ţetta útskýri ástćđur fyrir einkavćđingu á ríkisstofnunum sem sinna fjármálum, samskiptum og orku.
Getur veriđ ađ stjórnvöld séu ţađ gjörspillt, bćđi hér heima og víđar um heim, ađ ákvarđanir ráđamanna snúist fyrst og fremst um ađ tryggja sér og sínum hagstćđa framtíđ, og ađ ţetta sé orđiđ ađ hefđ í stjórnmálum?

Ţađ er ljóst ađ ef ţađ er hagkvćmara fyrir ráđherra ađ gera ekki neitt heldur en ađ gera eitthvađ, sama ţó ađ ţađ kosti ókunnuga ţegna óţćgindi og valdi einhverjum leiđindum, ţá er ţađ skárri kostur (fyrir ţá) en ađ hugsanlega styggja ţá sem láta peninginn vaxa á trjánum.
Ţađ vćri áhugavert ađ vita meira um bein hagsmunatengsl ráđherra og ţingmanna, sem og skýr hagsmunatengsl gegnum maka, fjölskyldu og vini. Eru slík hagsmunatengsl og vinabönd skrímsli sem útilokađ er ađ sigrast á? Eitthvađ sem hefur alltaf fylgt okkur og mun alltaf fylgja okkur?

Ađrar fćrslur um sama mál:
Var stćrsta bankarán aldarinnar framiđ á Íslandi rétt fyrir páska?
Hvađ ćtlar ríkisstjórnin ađ gera fyrir fólkiđ í landinu?
Heimildir og mynd af fjármálaráđherra: visir.is
Mynd af Agli Helgasyni: Eyjan.is
Logo Byr Sparisjóđs: Viđskiptablađiđ
Mynd af ríku barni: Day by Day - Every day is a Saturday
Táknmynd af réttlćti: I'm Trying to Wake Up
Mynd af heilögum Georgi og drekanum: Illusions Gallery
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.8.2008 kl. 00:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)