Hvað er réttlátt að gera við bílstjóra sem hætta lífi barna undir áhrifum eiturlyfja?

 

 

Ungur maður leggur líf barna og unglinga í hættu á skólalóð með því að taka handbremsubeygjur og spóla á planinu á afar kraftmiklu ökutæki. Ég fletti aðeins upp á þeim refsingum sem gripið er til víða um heim þegar um sams konar brot er að ræða. Hérna er listi af refsingum, án áherslu á þunga þeirra. Notaðu þennnan lista til að mynda þér skoðun á hvaða refsingu einstaklingur undir áhrifum vímuefna sem hættir eigin lífi og annarra með ofsaaksktri ætti skilið: 

  • Fangelsi
  • Háar fjársektir
  • Tímabundin svipting ökuleyfis
  • Svipting ökuleyfis til lífstíðar
  • Ökutæki gert upptækt af Ríkinu
  • Númeraplötur klipptar umsvifalaust undan bílnum
  • Ströng endurmenntun
  • Þyngri refsing eftir fjölda lífa sem stefnt var í hættu

 

Sjálfum þætti mér viðeigandi að gera bifreiðina upptæka, sekta viðkomandi með hárri fjársekt, svipta viðkomandi ökuréttindum í eitt ár, og dæma í eins árs skilorðsbundið fangelsi þar sem viðkomandi þarf að sæta strangri endurmenntun í heilt ár. 

Það væri áhugavert að heyra þína skoðun.

 


mbl.is Hald lagt á sportbílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband