Mamma Mia! (2008) ***1/2

 

Mamma Mia! er afar vel heppnuđ söngvamynd fyrir ţá sem hafa gaman af léttu gríni, vel gerđum farsa í forngrískum stíl og ABBA tónlist. Ég er opinn fyrir ţessu öllu og skemmti mér ţví konunglega í bíó.

Sumir gagnrýnendur hafa hakkađ Mamma Mia! í sig fyrir ađ hafa frekar asnalegt plott og vera alltof full af gleđi, og fyrir ađ persónur byrji bara allt í einu ađ syngja upp úr ţurru. En ţannig eru söngleikir.

 

 

Mamma Mia! minnir mikiđ á Grease (1978) annan söngleik međ afar ţunnum söguţrćđi en skemmtilegri tónlist frá Bee Gees og eftirminnilegum söngatriđum. Hún minnir líka svolítiđ á Across theUniverse (2007) međ tónlist Bítlanna en sú mynd hafđi ţó frá ađeins fleiru ađ segja. Hún vakti líka upp góđar minningar um Stuđmannamyndina Međ allt á hreinu (1982)

Meryl Streep leikur ađalhlutverkiđ og kemur enn einu sinni á óvart, en hún syngur sín lög á frábćran hátt.  Pierce Brosnan syngur líka ágćtlega en er svolítiđ skondinn í framan á međan hann syngur, hann rembist svo hrykalega. Julie Walters og Christine Baranski eru mjög fyndnar, og ţeir Stellan Skarsgaard og Colin Firth traustir í sínum hlutverkum. Amanda Seyfried er álíka heillandi í Mamma Mia! og Olviia Newton-John var í Grease.

Sagan er frekar einföld en međ djúpa undirtóna sem passa fullkomlega viđ tónlistina og sönginn. Sophie (Amanda Seyfried) ćtlar ađ giftast Sky (Dominic Cooper), en ţau búa á afskekktri grískri eyju ásamt móđur hennar, hóteleigandanum Donnu (Meryl Streep). Sophie veit ekki hver fađir hennar er, en hefur komist yfir dagbók móđur sinnar og tekist ađ komast yfir ţrjú nöfn fyrir hennar hugsanlega föđur, ţađ eru Bill Anderson (Stellan Skarsgaard), Sam Carmichael (Pierce Brosnan) og Harry Bright (Colin Firth), en hún bíđur ţeim öllum í brúđkaupiđ og reiknar međ ađ hún muni átta sig strax á hver fađir hennar er.

 

 

Málin flćkjast ţegar hún áttar sig á ađ hún getur ekki greint hver ţeirra er hinn eini sanni. 

Stórskemmtileg skemmtun sem enginn má missa af í bíó, nema viđkomandi hafi einhvers konar óţol gagnvart léttri skemmtun og ABBA tónlist.

 

Ég hef einnig gagnrýnt Mamma Mia! á Seen This Movie en ţar geturđu smellt á stjörnugjöf viđ hverja fćrslu til ađ koma ţinni einkunn til skila.


Bloggfćrslur 17. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband