Guðni Ágústsson rýkur reiður út eftir erfiðar spurningar frá Sverri Stormsker í þætti Sverris á Útvarpi Sögu

Á leiðinni heim úr vinnu var ég að vafra á milli útvarpsstöðva, og heyrði þá frekar sjaldgæfan hlut. Sverrir Stormsker og Guðni Ágústsson áttu ágætis samræðu, og fannst mér hún það áhugaverð að ég fletti upp á Útvarpi Sögu þegar ég kom heim. Hins vegar gerðist það að Sverrir fór að fara í þær fínustu hjá Guðna.

Sverrir hélt ýmsu fram um greindarleysi Íslendinga á sinn róttæka hátt og rökstuddi sínar fullyrðingar ágætlega, svona miðað við tónlistarmann - sem gerir hann sjálfsagt að jafnoka fjármálaráðherra, en til umræðu voru mál sem þjóðin hefur mikinn áhuga á: bensín og díselmál, ríkisstjórnina, skattamál, landbúnaðarmál, og tollmál.

author_icon_14855Sverrir leyfði Guðna ekki alltaf að ljúka málin sínu og truflaði hann með sífellum spurningum og var reyndar með svolítinn sorakjaft sem hann er reyndar þekktur fyrir, var þannig eins og broddfluga sem sífellt truflaði.

Guðni túlkaði innígrip Sverris sem dónaskap, en þetta er að mínu áliti einmitt það sem vantar í íslenska samfélagsumræðu, að spyrja spurninga sem skipta máli. Spurning hvort að leiðtogar þjóðarinnar hafi ekki haft það of gott gagnvart gagnrýnni hugsun?

Sverrir fær hrósið, en ég skil ekki alveg hvernig Guðni gat leyft sér að láta áheyrendur heyra hann gefast upp gegn vélkjaftinum Sverri, í stað þess að snúa þessu upp í góðlátlegt grín og halda höfði, nokkuð sem ég efasðist ekki um að hann myndi gera. Guðni kom mér á óvart með því að gefast upp gegn Sverri.

 

Myndir: Alþingi og bloggsíða Sverris


Núna: Sverrir Stormsker og Guðni Ágústsson í stórskemmtilegu viðtali á Útvarpi Sögu

Reyndar er Sverrir mjög aggresívur eins  og honum er lagið og Guðni heldur höfði með skemmtilegu myndmáli, en hótar reyndar hvað eftir annað að rjúka í burtu.

Smelltu hérna, þátturinn er til kl. 18:00

 

Tengill á Útvarp Sögu


Bloggfærslur 30. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband