Hvaða hugmyndir hafa bandarískir unglingar um ísbjarnarmálið?

Nemendur mínir í Nebraska heyrðu um ísbjörninn í Skagafirði og vildu fá að koma nokkrum spurningum og athugasemdum á framfæri til Íslendinga og íslenskra stjórnvalda. Þetta eru góðar athugasemdir sem ég held að séu vel virði að skoða. 

 

Hafa Íslendingar velt fyrir sér að búa til verndað svæði fyrir ísbirni á Íslandi? (Laura)

Vinsamlegast ekki drepa ísbjörninn! Gætuð þið hugsað ykkur að senda hann til Henry Doorley dýragarðsins í Omaha, Nebraska? (Colby)

Hvað munu Íslendingar gera ef ísbjörnum fjölgar mikið á landinu? (Audrey)


Til athugunar: þessir unglingar búa ekki í vernduðu umhverfi. Þau eru flest af bændastétt og búa í sveit, og eru reyndar flest af skandinavískum uppruna.


mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband