Kung Fu Panda (2008) ***1/2

Pönduna Po (Jack Black) dreymir um að verða Kung Fu meistari, en trúir ekki að hann geti orðið það, enda feitur, latur og þungur. En þegar hann er valinn af skjaldbökunni Oogway (Randall Duk Kim) til að verja þorpsbúa gegn hinum illa tígrisketti Tai Lung (Ian McShane) er ljóst að þjálfari Kung Fu musterisins, Shifu (Dustin Hoffman) á mikið og erfitt verk fyrir höndum.

Po er umkringdur hetjum sem finnst hann engan veginn passa inn í hópinn. Þau eru Tigress (Angelina Jolie), Monkey (Jackie Chan), Mantis (Seth Rogen), Viper (Lucy Liu) og Crane (David Cross). Raddsetningin er hreint afbragð og passar 100% við persónurnar. Maður sér ekki leikarana fyrir sér, eins og þegar Robin Williams var andinn í Aladdin, eða Jim Carrey fíllinn í Norton Hears a Who.

Kung Fu Panda er stórvel teiknuð og falleg á að horfa. Sagan er kannski frekar klisjukennd, en hún er einfaldlega samansuða af flestum þeim Kung Fu myndum sem gerðar hafa verið um tíðina. Það má því segja að þetta sé týpísk Jackie Chan mynd, fyrir utan að hún er jafn flott og Shrek myndirnar.

Allar persónurnar eru eftirminnilegar og vel hannaðar, og ljóst að einhver á eftir að moka inn peningum þegar leikföngin birtast í verslunum.

Dágóð skemmtun fyrir alla fjölskylduna nema þau allra yngstu.

Leikstjórar: Mark Osborne og John Stevenson

Einkunn: 8

 

Myndir: Rottentomatoes.com

 


Bloggfærslur 14. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband