Indiana Jones and the Raiders of the Lost Ark (1981) ****
18.5.2008 | 19:40
Í tilefni ţess ađ Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull verđur frumsýnd í dag, gagnrýni ég Raiders of the Lost Ark, fyrsta ćvintýri Indiana Jones á hvíta tjaldinu.
Fornleifafrćđingurinn Indiana Jones (Harrison Ford) er stundakennari viđ fornleifafrćđi í háskóla. Hann hefur samt frekar lítinn tíma og áhuga til kennslu. Mestur hans tími fer ţó í ađ stela menningararfleifđum annarra ţjóđa og koma ţeim á bandarísk söfn, en hann telur ţađ vera göfugt starf. Ţegar hann er í fornleifagripaleit er hann alltaf međ hatt, svipu og skammbyssu innan handar.
Hann stundar ađ stela vel vörđum forngripum, sem helst er lífshćttulegt ađ nálgast. Ţrátt fyrir ađ vera ţjófur menningararfleifđa hefur Indy hjartađ á réttum stađ, sérstaklega ţegar kemur ađ ţví ađ velja sér stöđu á milli góđs og ills.
Helstu keppinautar hans er hinn franski Dr. Rene Belloq (Paul Freeman), en hann á ţađ til ađ láta Jones um skítverkiđ og hirđa svo af honum gripina ţegar honum hefur tekist ađ komast í gegnum lífshćttulegar ţrautir og erfiđleika. Belloq er sniđugur samningamađur og fćr ćtíđ stóra hópa í liđ međ sér, á međan Jones er eins og smákrimmi sem fćr sér smákrimma sér til ađstođar, sem er síđan alls ekki treystandi.
Indiana Jones er afar fundvís og fer létt međ ađ leysa hvađa ţrautir sem er, og hann er snillingur ađ komast lífs af, sama hversu mikilfenglegt vandamál hann fćst viđ.
Eftir ađ hafa tapađ fyrir Belloq enn einu sinni í ćsilegu byrjunaratriđi ţar sem ađ Indiana Jones er svikinn af ađstođarmanni sínum Satipo (Alfred Molina), reynir ađ stela fornum grip og er eltur af risastórri kúlu og síđan indíanaćttbálk, og hann kominn í skólastofuna ţar sem hann frćđir nemendur um muninn á stađreyndum og sannleika, fćr hann og hans traustasti vinur Dr. Marcus Brody (Denholm Elliot) heimsókn frá bandarísku leyniţjónustunni.
Lćrifađir Indiana Jones, Dr. Abner Ravenwood, hefur fundiđ hina fornu borg Tanis, ţar sem sáttmálaörk Móses er geymd. Fara sögur af ţví ađ örkin geymi mátt Guđs og enginn geti sigrast á ţeim sem stjórnar henni. Ţar sem ađ áriđ er 1936 og stutt í síđari heimstyrjöldina, eru nasistar á höttunum eftir örkinni ţar sem ađ ţeir vilja ađ sjálfsögđu sigra heiminn fljótt og örugglega. Ţeir eru ţegar byrjađir ađ grafa upp Tanis og hafa fundiđ kortaherbergi sem á ađ geta vísađ á sáttmálsörkina, en til ţess ađ finna hana ţarf ađ hafa ákveđinn hlut í höndunum sem notar sólarljós til ađ vísa á réttan stađ.
Ţennan hlut á Marion Ravenwood (Keren Allen), gömul kćrasta Indiana Jones og dóttir Abner Ravenwood. Hún á heima í Nepal ţar sem hún rekur krá. Indy heimsćkir hana og í humátt á eftir honum koma nasistar, sem brenna niđur krána. Ţannig ađ Indiana Jones fer ásamt Marion til Egyptalands, ţar sem ţau ćlta ađ stela örkinni saman, ásamt góđum vini ţeirra Sallah (John Rhys-Davies).
Indiana Jones, Marion og Sallah hefja nú afar spennandi kapphlaup viđ nasista um ađ finna örkina og koma henni undan. Nasistarnir hafa fengiđ Belloq til liđs viđ sig, en leiđtogar nasista eru hinn kvalarlostafulli SS mađur Arnold Toht (Ronald Lacey) og Dietrich hershöfđingi (Wolf Kahler).
Nokkur af best útfćrđu atriđum kvikmyndasögunnar er ađ finna í Raiders of the Lost Ark. Byrjunaratriđiđ er snilldarverk, sem og eltingarleikur ţar sem Indiana Jones fer ríđanda á hesti og rćđst einsamall á bílalest nasista. Einnig er ţarna ađ finna eitt besta slagsmálaatriđi kvikmyndasögunnar, ţar sem Indy slćst viđ risastóran nasista á međan Marion er lćst inni í flugvél, en umhverfiđ er fullt af bensíni, eld og nasistum. Einnig er ađ finna í ţessu eitt fyndnasta ekki-bardagaatriđi sögunnar, ţar sem ađ Indy ţarf ađ takast á viđ mjög svo vígalegan mann međ stórt sverđ.
Raiders of the Lost Ark er ein skemmtilegast ćvintýramynd sem gerđ hefur veriđ. Hver einasti rammi er skemmtilega leystur, og framvindan er snörp og spennandi. Spielberg tekst alltaf ađ finna áhugavert sjónarhorn, og svo er ekki verra ađ hinn fámáli Indiana Jones segir setningar sem auđvelt er ađ muna loks ţegar hann hefur eitthvađ ađ segja. Tónlistin eftir John Williams er einnig mögnuđ og grípandi.
Leikstjóri: Steven Spielberg
Einkunn: 10
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Hin mörgu andlit Robert Downey Jr.
18.5.2008 | 15:58
Myndir segja meira en ţúsund orđ.
Back to School (1986)
Chaplin (1992)
Handtekinn (1999)
A Scanner Darkly (2005)
Iron Man (2008)
Tropic Thunder (2008)
Forsmekkur fyrir Tropic Thunder: