Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 10. sćti: Abre los Ojos

Niđurtalningin heldur áfram. Í athugasemdum hefur veriđ hneykslast svolítiđ á ţví ađ Blade Runner skuli ekki komast hćrra á blađ hjá mér. Vissulega tel ég ţá kvikmynd góđa, og samţykki ađ um tímamótaverk sé ađ rćđa sem umbylti vísindaskáldsögum á hvíta tjaldinu. Hún er samt ekki nógu skemmtileg til ađ komast inn á topp 10 hjá mér.

Nćsta mynd er mögnuđ pćling um veruleikann, sannleikann, fegurđ, gildi lífsins og tímaflakk inn í framtíđina, ein af mínum eftirlćtis pćlingamyndum og ţá sérstaklega vegna ţess ađ ţađ er bráđskemmtilegt ađ horfa á hana, enda eilífđarhugtökum fléttađ inn í rómantíska sögu ţar sem morđ, kynlíf og svik spila stóra rullu.

Abre los Ojos er sérstaklega ćtluđ ţeim sem eru svolítiđ spilltir og hafa veriđ duglegir ađ stinga ađra í bakiđ, en ađalandhetja myndarinnar er einmitt slík týpa. Opnađu augun gćti alveg eins veriđ nútímasaga úr Reykjavík.  

 

Abre los Ojos (1997) ****

Sjálfselski glaumgosinn César (Educardo Noriega) heldur fjölmenna afmćlisveislu. Međal gesta er besti vinur hans, Pelayo (Fele Martinéz), sem kemur međ kćrustu sína, Soffíu (Penélope Cruz). César verđur strax hrifinn af henni og grípur tćkifćriđ ţegar vinur lítur undan og fylgir stúlkunni heim. Ţau eyđa nóttinni saman.

Nćsta morgun ţegar César er á heimleiđ keyrir Nuria (Najwa Nimmi) upp ađ honum og býđur honum far. Hann sest upp í hjá henni. Hún keyrir vísvitandi útaf veginum á ofsahrađa, drepur sjálfa sig en César lifir af. Ţegar César uppgötvar ađ andlit hans hefur eyđilagst í slysinu, og lćknar geta ekkert gert, leiđist hann út í hreina örvćntingu.

Hann trúir ekki ađ nokkrum geti líkađ viđ mann međ afmyndađ andlit. Hann trúir ekki ađ Soffía geti elskađ hann og efast um vináttu Pelayo. César ákveđur ađ láta frysta sig ţar til tćkninni hefur fariđ ţađ mikiđ fram ađ hćgt verđi ađ laga andlit hans.

Ţessa sögu segir César sjálfur, hulinn sviplausri grímu, í viđtali viđ sálfrćđinginn Antonio (Chete Lera), lćstur í fangaklefa, ákćrđur fyrir morđ. Eftir dáleiđslutíma fer César ađ gruna veruleikann vera annan en ţađ sem hann upplifir. Hann grunar ađ hann sé hvorki staddur í veruleikanum né draumi; heldur martröđ og sjálfskaparvíti sem hann verđur ađ sleppa úr.

Eftir ţví sem ađ César er sannfćrđari um ađ lifa í draumaveröld, fyllist sálfrćđingurinn Antonio efasemdum um hvort ađ hann sjálfur sé raunverulegur. Ţeir verđa ađ komast ađ sannleikanum.

Abre los Ojos er spćnsk mynd, leikstýrđ af Alejandro Amenábar, sem međal annars hefur einnig gert hinar stórgóđu The Sea Inside og The OthersAbre los Ojos var endurgerđ af Cameron Crowe undir nafninu Vanilla Sky međ Tom Cruise í ađalhlutverki. Ţrátt fyrir góđa takta, er endurgerđin langt frá ţví ađ vera jafngóđ frumgerđinni, sérstaklega ţar sem ađ leikur Eduardo Noriega er óviđjafnanlegur.

Abre los Ojos fjallar um hugtök og spurningar um fegurđ, sannleika, ţekkingu og framhaldslíf, sem hverjum og einum er hollt ađ hugsa um.

 

10. sćti: Abre los Ojos

11. sćti: The Thing

12. sćti: Brazil

13. sćti: E.T.: The Extra Terrestrial

14. sćti: Back to the Future

15. sćti: Serenity

16. sćti: Predator

17. sćti: Terminator 2: Judment Day

18. sćti: Blade Runner

19. sćti: Total Recall

20. sćti: Pitch Black


Bloggfćrslur 30. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband