Stórleikari fallinn: Heath Ledger (1979-2008)

Þeir segja að þegar fræga fólkið deyr, þá eru það alltaf þrír í einu. Vonandi er það ósatt. Robert J. Fischer dó í síðustu viku, og Heath Ledger í gær.

Heath Ledger var með betri leikurum í Hollywood og var honum spáð miklum frama með hans næstu mynd, framhaldsmyndinni af Batman Begins (2005), The Dark Knight (2008). Það var búið að taka hana upp, þannig að hún verður líklegast tileinkuð minningu Heath Ledger þegar hún kemur í bíó næsta sumar.  Ledger var tilnefndur til óskarsverðlauna árið 2005 fyrir leik sinn í Brokeback Mountain. Einnig þótti hann þrælgóður í myndinni um Bob Dylan, I'm Not There.

Síðasta mynd sem ég sá með Ledger var The Brothers Grimm (2005) sem mér fannst afar góð. Annars ætla ég að setja inn sýnishorn úr þeim myndum sem ég hef séð eftir hann.

The Patriot (2000)

Leikur elsta son Mel Gibson, sem berst fyrir frelsi gegn Englendingum í bandarísku byltingunni árið 1776. Eftirminnilegastur allra í þeirri kvikmynd - stal senunni af Gibson sjálfum.  

A Knight's Tale (2001)

 

 

Leikur bóndason sem vill gerast riddari. Eftirminnileg gamanmynd um miðaldariddara þar sem tónlist Queen virðist lifa á meðal fólksins. 

Monster's Ball (2001)

Leikur ungan mann í sjálfsvígshugleiðingum. Þetta er myndin þar sem Halle Berry fékk óskarinn.  

The Four Feathers (2002)

Leikur breskan hermann árið 1884 sem talinn er heigull fyrir að hætta í hernum. Fyrir vikið tapar hann ástum kærustu sinnar, en ákveður að sanna hugrekki sitt með því að fara dulbúinn í stríð ásamt vinum sínum.

The Brothers Grimm (2005)

Leikur annan Grimmsbræðra, þann sem lifir í heimi ímyndunaraflsins þar sem allt getur gerst. 

Brokeback Mountain (2005)

Leikur kúrekastrák sem verður ástfanginn af öðrum kúrekastrák, giftist síðan konu en heldur síðar framhjá henni með kúrekastráknum. 

 

Og fljótlega:

The Dark Knight(2008)

Leikur The Joker, hrikalega geðveikan glæpamann sem er höfuðóvinur ofurhetjunnar Batman. 

 

Blessuð sé minning þessa fína leikara.

 

Takk fyrir skemmtunina. 


mbl.is Heath Ledger látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband