Lögbanns krafist vegna endursölu Íslendinga á áskrift að SKY sjónvarpsstöðinni

1224_A52Segjum að ég kaupi mér gervihnattadisk og móttakara hjá EICO, og fengi mér áskrift að enska boltanum; gæti ég þá átt von á því að lögreglan vaði inn á heimili mitt og geri búnaðinn upptækan, vegna þess að ég væri að horfa á höfundarvarið efni.

Ég skil ekki hvernig sjónvarpsgláp getur verið lögbrot.

Höfundarréttur er ætlaður til að verja höfund efnis; ekki endursöluaðila. Þó að keypt sé frá upprunalegum höfundi, er ekki verið að skaða hann með slíkum kaupum; því get ég engan veginn séð hvernig þetta svokallaða lögbann getur staðist heilbrigða skynsemi eða lög.

Ef eigendur EICO sjá um endursölu á kortum sem notuð eru til að fá áskrift að SKY sjónvarpsstöðinni; hvað með það? Hvernig getur það skaðað nokkurn? Þegar verið er að tala um íslenska útsendingu, er þá ekki talað um útsendingu um íslenskar stöðvar? Þó að ég stundi viðskipti við fyrirtæki í Englandi, hver getur vogað sér slíkan hroka að banna mér það?

365 miðlar hafa síðustu daga gengið langt útfyrir skynsamleg mörk. Í stað þess að líta í eigin barm; lækka alltof hátt verð hjá sér og bæta þjónustu, eru þeir farnir að ráðast á fólk fyrir að leita annarra úrræða. Ég á ekki til orð. Þeir ættu að skammast sín.

Ég tek fram að ég á ekki gervihnattadisk og horfi reyndar lítið sem ekkert á sjónvarp, en borga afnotagjöld af því að ég á sjónvarpstæki.

Mér finnst þetta einfaldlega stórfurðulegt mál.

Ég er feginn að hafa engan áhuga á enskri knattspyrnu. 

 

Til umhugsunar: 

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. (úr Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)

 

Frétt í heild sinni af Eyjan.is um afleiðingar þessarar lögbannskröfu:

Lögreglan á Selfossi gerði húsrannsókn og lagði hald á tölvur og búnað hjá fyrirtækinu Skykort.com fyrr í vikunni vegna gruns um ólöglega sölu á áskriftum að sjónvarpsstöðvum Sky. Forsvarsmaður fyrirtækisins var handtekinn og yfirheyrður en látinn laus að því loknu.

Að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi, er tölvubúnaðurinn nú í rannsókn og er þar leitað upplýsinga um málið og starfsemi Skykort.com. Rannsókn á tölvunum lýkur væntanlega eftir helgi og verður framhald rannsóknarinnar og hvaða stefnu málið tekur ákveðið að því loknu.

Rannsóknin byggist á því að starfsemin brjóti gegn vernduðum réttindum höfundarréttarhafa - þ.e. íslenskra sjónvarpsstöðva sem keypt hafa einkarétt til að sýna á Íslandi sama efni og Sky sjónvarpsstöðvarnar hafa rétt til að sýna á Bretlandi og Írlandi, m..a.  ensku knattspyrnuna. Talið er að 5-7000 íslensk heimili hafi búnað til að taka á móti sendingum Sky en áskrifendur eru líklega færri því að með búnaðinum er einnig hægt að taka á móti fjölmörgum stöðvum sem ekki læsa útsendingum sínum, svo sem CNN og Discovery.


mbl.is Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband