10 bestu ofurhetjumyndirnar: 9. sćti: Unbreakable (2000)


Í Unbreakable uppgötvar David Dunn (Bruce Willis), fjölskyldufađir um fimmtugt sem starfar viđ öryggisvörslu, eftir ađ hann lifir af lestarslys sem verđur 131 manni ađ bana; ađ hann er ekki eins og fólk er flest. Hann hefur ekki fengiđ á sig eina einustu skrámu og er óendanlega sterkur - ţađ hafđi bara aldrei reynt á ţađ. Eins og flest ofurmenni, hefur hann einn veikleika, og í hans tilfelli er vatn ţađ eina sem getur drepiđ hann.


David verđur var viđ mann sem virđist elta hann út um allt. Ţessi náungi er Eliah Price eđa Mr. Glass (Samuel L. Jackson), mađur sem er svo brothćttur ađ nánast hvert einasta bein í líkama hans hefur einhvern tíma brotnađ. Hann setti saman ţá kenningu ađ eina útskýringin á veikum líkama sínum vćri sú ađ ćđri máttarvöld hlytu ađ hafa gert andstćđu hans sem vćri jafn sterk og hann var veikur. Hann er tilbúinn til ađ sanna ţessa kenningu sína, sama hvađ ţađ kostar.

Á međan David leitar leiđa til ađ nýta ofurkrafta sinna á hetjulegan hátt, reynir Price ađ ná sínum sjálfselsku markmiđum; og ţannig verđa til öfl sem berjast hvert gegn öđru, hiđ góđa og hiđ illa.


Unbreakable er í sjálfu sér ekkert sérstaklega spennandi mynd eđa vel gerđ, en hugmyndirnar á bak viđ hana eru góđar. Hvađ ef Dabbi á götunni uppgötvađi einn góđan veđurdag ađ hann hefur ofurkrafta og ekkert geti unniđ honum tjón? Hvađ myndi Dabbi gera viđ ţessa krafta? Vćri hann skuldbundinn til ađ bćta samfélagiđ međ verkum sínum, eđa gćti hann lifađ lífi sínu óbreyttu eftir ađ hafa öđlast ţessa nýju ţekkingu?

Ţessar pćlingar eru stórskemmtilegar og eru ţađ sem gerir Unbreakable ađ fínni skemmtun. Ekki hasaratriđi fljúgandi ofurhetja í latexbúningu, heldur pćlingar um ţađ hvort ađ allt hafi merkingu í veröldinni, og hvort ađ allt tengist einhvern veginn saman, og hvernig ţá?

 Kíktu á kynningarmyndband um Unbreakable:


Bloggfćrslur 5. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband