Ekki hættur að blogga.

Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að heyra þessa spurningu nokkuð oft upp á síðkastið: "ertu nokkuð hættur að blogga?". Svarið er nei, ég er ekki hættur. Aftur á móti hef ég verið veikur í nokkra daga og einbeiti mér að því að ná aftur fullum styrk, þannig að næsta bloggfærsla sem vit er í fær að bíða fullrar heilsu.

Þá mun ég halda áfram með upptalningu á uppáhalds ofurhetjukvikmyndum mínum, segja meira frá heimsmeisturunum, taka upp þráðinn með Óskarsverðlaunamyndirnar og sitthvað fleira.


Bloggfærslur 25. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband