Áfram Ísland!! Enn möguleiki á heimsmeistaratitli fyrir Íslendinga, en tćpt er ţađ og spennandi!

Í dag tefldum viđ gegn sterkustu sveit mótsins, tékkneska U-16 sveit. Patti gerđi stutt jafntefli, en Jóhanna, Palli og Gummi töpuđu öll.

Ţrátt fyrir 3.5-0.5 tap erum viđ ennţá efst í U-14 flokki. Á morgun verđur tefld hrein úrslitaviđureign gegn S-afrískri sveit. Ţađ eru tvćr S-Afríkusveitir í mótinu. Í annari sveitinni eru bara einstaklingar međ hvítan húđlit, og hinni ađeins einstaklingar međ dökkan. Apartheit á skákborđinu?

Viđ teflum gegn hörundsdökku S-Afríkubörnunum í fyrramáliđ, en hörundsljósa S-Afríkusveitin er ađ keppa viđ okkur um fyrsta sćtiđ. Viđ ţurfum ađ vinna viđureignina 3-1 til ađ tryggja okkur titilinn, en ţađ er séđ veiđi en alls ekki gefin; ţví ađ taflmennska og einbeiting okkar manna hefur veriđ ađ taka dýfur. Ţau telja ţađ vera vegna mikils hita; en ég held ađ ţađ sé vegna ţess ađ ţau eru yfir sig spennt yfir stöđu mála og eiga erfitt međ ađ halda ró sinni ţess vegna. Megin keppinautar okkar tefla hins vegar gegn Qatar U-14. 

Mikiđ liggur undir. Heiđurinn. Metnađurinn. Gleđin.

Dramatísk lokaumferđ hefst kl. 9:00 í fyrramáliđ. Börnin eru mjög ţakklát yfir stuđningnum og kveđjunum sem rignt hefur yfir okkur, hér á blogginu, í tölvupósti og á Skákhorninu. Ţađ er ljóst ađ slíkt bakland eins og Íslendingar eru og ađ finna fyrir slíkum algjörum stuđningi er ómetanlegt ţegar á hólminn er komiđ.

Meira á morgun... 

 

Áfram Ísland!!


Bloggfćrslur 17. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband