Forustu á heimsmeistaramóti haldið þrátt fyrir erfiðan dag

Í dag voru tefldar tvær umferðir, sú fyrri gegn Qatar U-16 og sú síðari gegn Qatar U-14. Fyrri viðureignin gekk betur en við áttum von á en sú síðari verr; þannig að þetta jafnaðist út.

Við gerðum 2-2 jafntefli við Qatar U-16. Patti og Palli sigruðu báðir af miklu af öryggi, en Jóhanna tapaði eftir byrjunarmistök, og Birkir Karl tapaði eftir að hafa byggt upp trausta stöðu, en síðan leikið af sér á viðkvæmu augnabliki þar sem hann gat unnið heilan mann af andstæðingnum, en yfirsást það. Birkir Karl rakst utan í kóng sinn sem féll; hann reisti hann strax við, en adnstæðingur hans krafðist þess að hann hreyfði manninn þar sem hann var snertur. Birkir Karl mótmælti hástöfum og skákdómarar komust að þeirri niðurstöðu að krafan var ósanngjörn þar sem Birkir hafði aðeins rekist utan í manninn. Má segja að þetta hafi verið hluti af sálfræðihernaði Qatar gegn Íslendingum; sem leggjast ekki það lágt að stunda skotgrafarhernað, heldur gera einfaldlega sitt allra besta.

Kl. 15:00 byrjaði svo seinni umferðin kl. 15:00, en þá var hitinn orðinn nánast óbærilegur fyrir börnin; þau gátu varla setið kyrr vegna hita; drukku mikið vatn, og reyndu að sigrast á aðstæðum. Það var erfitt. Þau töpuðu sinni fyrstu viðureign í mótinu gegn U-14 sveit, 2.5-1.5 gegn Qatar U-14. Gummi, Palli og Patti gerðu allir jafntefli, en Jóhanna tapaði eftir slæma afleiki í mjög vænlegri stöðu.

Þrátt fyrir okkar fyrsta tap erum við með 4 vinninga forystu, og aðeins 2 umferðir eftir (8 mögulegir vinningar). Þannig að spennan er gífurleg, og ljóst að mikilvægt er að geta brosað og hlegið almennilega fyrir 8. og næststíðustu umferð.

9 umferða kappskákmót án hvíldardags er mikil þolraun. Nú vonar maður bara að þau haldi út síðustu tvær umferðir. 

8. umferð er kl. 13:00 að íslenskum tíma á morgun; og mun ég senda inn fréttir eins fljótt og ég get þegar þeirri umferð er lokið.

Baráttukveðjur velkomnar!


Bloggfærslur 16. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband