Eitt besta lag allra tíma: El Problema
8.6.2007 | 00:06
Það væri nú gaman ef einhver af mínum söngelsku bloggvinum tæki þetta lag upp á arma sína og flytti það með textaþýðingunni sem ég læt fylgja, sem ég henti saman nú í kvöld og væri sjálfsagt hægt að bæta með yfirlestri og gáfulegum pælingum.
Ég heyrði það fyrst í Mexíkó árið 2004, rétt áður en ég flutti heim til Íslands. Ég ætla snöggvast að snúa textanum yfir á íslensku. Þetta er eitt af þessum lögum sem maður þarf að hlusta á nokkrum sinnum til að ná, og skilja síðan textann. Svei mér þá ef þetta lag jafnast ekki á við Bohemian Rhapsody í gæðum og skemmtanagildi, í það minnsta fyrir mig.
Lagið er: El Problema, í flutningi Ricardo Arjona. Ætli hann sé ekki Bono Suður Ameríku? Textar hans eru sérstaklega góðir.
EL PROBLEMA
El problema no fue hallarte
El problema es olvidarte
El problema no es tu ausencia
El problema es que te espero
El problema no es problema
El problema es que me duele
El problema no es que mientas
El problema es que te creo.
El problema no es que juegues
El problema es que es conmigo
Si me gustaste por ser libre
Quién soy yo para cambiarte
Si me quedé queriendo solo
Cómo hacer para obligarte
El problema no es quererte
Es que tú no sientas lo mismo.
CHORUS:
Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estás tan lejos
Cómo encontrarle una pestaña
A lo que nunca tuvo ojos
Cómo encontrarle plataformas
A lo que siempre fue un barranco
Cómo encontrar en la alacena
Los besos que no me diste.
Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estas tan lejos
Y es que el problema no es cambiarte
El problema es que no quiero.
El problema no es que duela
El problema es que me gusta
El problema no es el daño
El problema son las huellas
El problema no es lo que haces
El problema es que lo olvido
El problema no es que digas
El problema es lo que callas.
CHORUS (x2)
Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estas tan lejos
El problema no fue hallarte
El problema es olvidarte
El problema no es que mientas
El problema es que te creo
El problema no es cambiarte
El problema es que no quiero
El problema no es quererte
Es que tú no sientas lo mismo
El problema no es que juegues
El problema es que es conmigo.
Svipur með þeim Arjona og Bono.
VANDINN
Vandinn er ekki að finna þig
Vandinn er að gleyma þér
Vandinn er ekki fjarvera þín
Vandinn er að ég bíð þín
Vandinn er ekki vandamál
Vandinn er að mér sárnar
Vandinn er ekki að þú ljúgir að mér
Vandinn er að ég trúi þér
Vandinn er ekki að þú leikir þér
Vandinn er að þú leikur þér að mér
Ef frelsi þitt var það sem hreif mig
Hver er ég þá til að breyta þér
Ef ég vildi vera í friði
Hvernig get ég þvingað þig
Vandinn er ekki að ég elski þig
Heldur að þú elskar mig ekki
Hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert farin
Eins og að finna augnhár
sem aldrei kom nálægt augum
Eins og að finna pall
þar sem alltaf var dýpi
Eins og að finna í skáp
Kossana sem þú gafst mér aldrei
Og hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert svo fjarlæg
Vandinn er ekki að breyta þér
Vandinn er að ég vil það ekki
Vandinn er ekki sársaukinn
Vandinn er að mér líkar hann
Vandinn er ekki skaðinn
Vandinn er hvað ég er marinn
Vandinn er ekki það sem þú gerir
Vandinn er að ég gleymi því
Vandinn er ekki það sem þú segir
Vandinn er þegar þú þegir
KÓR (x2)
Og hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert farin
Vandinn er ekki að finna þig
Vandinn er að gleyma þér
Vandinn er ekki að þú ljúgir að mér
Vandinn er að ég trúi þér
Vandinn er ekki að breyta þér
Vandinn er að ég vil það ekki
Vandinn er ekki að ég elski þig
Heldur að þú elskar mig ekki
Vandinn er ekki að þú leikir þér
Vandinn er að þú leikur þér að mér
Tónleikaflutningur af þessu stórgóða lagi. Sjaldan hefur maður heyrt áheyrendur taka jafn vel undir:
Þessi útgáfa hljómar vel, en mig grunar að einhver hafi klippt þetta til að senda elskunni sinni.
Opinbera myndbandið, í frekar slökum hljómgæðum.
Njótið vel!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)